Fótbolti

Tómas Bent gull­tryggði sigurinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tómas Bent skoraði sitt annað mark á tímabilinu. 
Tómas Bent skoraði sitt annað mark á tímabilinu.  vísir/getty

Tómas Bent Magnússon skoraði annað mark Hearts í 2-0 sigri St. Mirren í 17. umferð skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir heimamenn Hearts því eftir aðeins um stundarfjórðung fékk miðjumaðurinn Beni Baningime rautt spjald.

Tíu Hearts mönnum tókst því ekki að hafa mikla stjórn á boltanum en liðið skoraði tvö góð mörk í seinni hálfleik.

Lawrence Shankland skoraði fyrra markið á 60. mínútu og Tómas Bent tvöfaldaði forystuna á 80. mínútu. Mark Tómasar kom upp úr löngu innkasti og eftir mikið klafs í teignum skallaði hann boltann í netið.

Skömmu áður hafði Tómas fengið boltann í sig inni í eigin vítateig, St. Mirren-menn vildu sjá víti dæmt en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

Hearts hélt þannig sex stiga forystu á toppi skosku úrvalsdeildarinnar en Celtic og Rangers eru í sætunum fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×