Fótbolti

Heima­menn Marokkó í úr­slita­leikinn eftir vítaspyrnukeppni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hetja Marokkó var klædd í markmannshanska.
Hetja Marokkó var klædd í markmannshanska. Tande/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Marokkó fagnaði sigri á heimavelli gegn Nígeríu í undanúrslitaleik Afríkubikarsins í fótbolta.

Leikvangur prinsins Moulay Abdallah í Marokkó sprakk úr fagnaðarlátum þegar heimamenn tryggðu sér sigurinn í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli.

Spennan var gríðarleg, ekkert gat skilið liðin að meðan leiknum stóð og framlenging dugði ekki heldur til.

Marokkó var mun betri aðilinn og átti sextán skot gegn aðeins níu frá Nígeríu. Ekkert lið hefur átt færri skot í Afríkubikarnum síðan OPTA mælingar í keppninni hófust árið 2010.

Marokkó var síðan á undan í vítaspyrnukeppninni og klúðraði sinni annarri spyrnu, en Nígería gerði það síðan líka.

Marokkó skoraði síðan úr næstu þremur vítum og markmaðurinn Yassine Bounou varð hetja þjóðarinnar þegar hann varði fjórðu spyrnu Nígeríu, frá Bruno Onyemaechi.

Heimamenn munu taka á móti Senegal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Sadio Mané tryggði þeim sigur fyrr í dag gegn Egyptalandi, á meðan fyrrum liðsfélagi hans Mohamed Salah átti arfaslakan leik.

Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Marokkó í Afríkubikarnum síðan 2004 og gæti orðið sá fyrsti sem þeir vinna síðan 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×