Fótbolti

Nökkvi og fé­lagar féllu úr leik í bikarnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nökkvi Þeyr svekkti sig vafalaust mikið þegar sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. 
Nökkvi Þeyr svekkti sig vafalaust mikið þegar sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. 

Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í Sparta Rotterdam duttu úr leik í hollensku bikarkeppninni eftir 1-2 tap gegn Volendam.

Nökkvi kom inn af varamannabekknum á 60. mínútu í stöðunni 1-1 og sá Robert Muhren setja sigurmarkið fyrir Volendam í uppbótartíma leiksins.

Brandley Kuwas hafði tekið forystuna fyrir Volendam á 13. mínútu en Ayoni Santos jafnaði leikinn með þessu glæsilega skoti á 32. mínútu.

Nökkvi hafði setið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og naut þess eflaust að fá mínútur í kvöld, þó tap hafi orðið niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×