Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2026 14:41 Jared Kushner, ráðgjafi Trumps og tengdasonur hans, á sviði í Davos í dag. AP/Evan Vucci Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump, birti í dag sýn sína fyrir framtíð Gasastrandarinnar. Næsta skref segir hann að sé afvopnun Hamas-samtakanna og segist Kushner vilja endurbyggja Gasaströndina á grunni frjáls markaðar. Hann sagði að öryggi væri samt aðalmálið. Það þyrfti að tryggja öryggi til að fá fólk til að fjárfesta á Gasaströndinni. Um 80 prósent af landsframleiðslu svæðisins væri tilkomin vegna utanaðkomandi neyðaraðstoðar og það gengi ekki upp til lengdar. Slíkt gæfi Palestínumönnum ekki von um að framtíðin væri björt. Hann hafði eftir tengdaföður sínum að Gasaströndin væri mjög efnileg og að þar væri hægt að fara í mikla uppbyggingu. Trump hefur talað um að hann vilji gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Þær ætlanir virðast, samkvæmt kynningu Kushners, enn á borðinu. Ein af glærunum sem Kushner sýndi af mögulegri framtíðarásýnd Gasastrandarinnar. Þá tók Kushern fram að það væri engin önnur áætlun á borðinu. Þetta er meðal þess sem Kushner sagði á stofnfundi svokallaðs Friðarráðs Trumps í Davos í Sviss í dag. Þar sýndi hann einnig nokkrar glærur sem varpa frekara ljósi á það hvernig hann sér framtíð Gasastrandarinnar fyrir sér. Sjá einnig: Trump kynnti friðarráðið Ein glæran virtist vera nokkurs konar deiluskipulag þar sem öll strandlengja Gasastrandarinnar var ætluð ferðaþjónustuiðnaði, að undanskildu einu svæði þar sem reisa á stóra höfn. Einnig á að reisa flugvöll á Gasaströndinni Vinna þessi á að hefjast syðst á Gasaströndinni, í Rafah-borg, og færast í áföngum norður. Áhugasamir geta séð kynningu Kushners í spilaranum hér að neðan. WATCH: @jaredkushner details the progress being made in Gaza under President Trump's peace plan pic.twitter.com/9JoE2nP5GR— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) January 22, 2026 Á einni af glærum Kushners mátti sjá að til stæði að taka þungavopn Hamas-samtakanna strax og að meðlimir yrðu svo í kjölfarið afvopnaðir í áföngum og af nýrri palestínskri lögreglu. Hann sagði að enduruppbygging myndi ekki hefjast á Gasaströndinni fyrr en búið væri að afvopna Hamas að fullu. Þá muni ísraelskir hermenn einnig hörfa að hluta til frá Gasaströndinni en þeir halda enn stórum hluta hennar. Svona lítur ein af glærum Kushners út. Hún sýni einskonar deiliskipulag af Gasaströndinni. Þarna má sjá að nánast öll strandlengjan á að vera ætluð ferðaþjónustu en uppbyggingin á að hefjast í Rafah-borg (gula hringnum vinstra megin). Hvíta húsið hefur birt aðrar glærur sem sýndar voru í dag en ekki þessa og þess vegna er upplausnin ekki mjög góð. Kushner beindi orðum sínum í hluta ræðunnar til þeirra sem hafa gagnrýnt friðaráætlun Bandaríkjamanna og bað þá um að „róa sig“ í þrjátíu daga þegar kæmi að gagnrýni í garð ríkja eins og Ísrael, Tyrklands og Katar. Svona er Rafah-borg að líta út í framtíðinni, samkvæmt sýn Kushners. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Hann sagði að öryggi væri samt aðalmálið. Það þyrfti að tryggja öryggi til að fá fólk til að fjárfesta á Gasaströndinni. Um 80 prósent af landsframleiðslu svæðisins væri tilkomin vegna utanaðkomandi neyðaraðstoðar og það gengi ekki upp til lengdar. Slíkt gæfi Palestínumönnum ekki von um að framtíðin væri björt. Hann hafði eftir tengdaföður sínum að Gasaströndin væri mjög efnileg og að þar væri hægt að fara í mikla uppbyggingu. Trump hefur talað um að hann vilji gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Þær ætlanir virðast, samkvæmt kynningu Kushners, enn á borðinu. Ein af glærunum sem Kushner sýndi af mögulegri framtíðarásýnd Gasastrandarinnar. Þá tók Kushern fram að það væri engin önnur áætlun á borðinu. Þetta er meðal þess sem Kushner sagði á stofnfundi svokallaðs Friðarráðs Trumps í Davos í Sviss í dag. Þar sýndi hann einnig nokkrar glærur sem varpa frekara ljósi á það hvernig hann sér framtíð Gasastrandarinnar fyrir sér. Sjá einnig: Trump kynnti friðarráðið Ein glæran virtist vera nokkurs konar deiluskipulag þar sem öll strandlengja Gasastrandarinnar var ætluð ferðaþjónustuiðnaði, að undanskildu einu svæði þar sem reisa á stóra höfn. Einnig á að reisa flugvöll á Gasaströndinni Vinna þessi á að hefjast syðst á Gasaströndinni, í Rafah-borg, og færast í áföngum norður. Áhugasamir geta séð kynningu Kushners í spilaranum hér að neðan. WATCH: @jaredkushner details the progress being made in Gaza under President Trump's peace plan pic.twitter.com/9JoE2nP5GR— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) January 22, 2026 Á einni af glærum Kushners mátti sjá að til stæði að taka þungavopn Hamas-samtakanna strax og að meðlimir yrðu svo í kjölfarið afvopnaðir í áföngum og af nýrri palestínskri lögreglu. Hann sagði að enduruppbygging myndi ekki hefjast á Gasaströndinni fyrr en búið væri að afvopna Hamas að fullu. Þá muni ísraelskir hermenn einnig hörfa að hluta til frá Gasaströndinni en þeir halda enn stórum hluta hennar. Svona lítur ein af glærum Kushners út. Hún sýni einskonar deiliskipulag af Gasaströndinni. Þarna má sjá að nánast öll strandlengjan á að vera ætluð ferðaþjónustu en uppbyggingin á að hefjast í Rafah-borg (gula hringnum vinstra megin). Hvíta húsið hefur birt aðrar glærur sem sýndar voru í dag en ekki þessa og þess vegna er upplausnin ekki mjög góð. Kushner beindi orðum sínum í hluta ræðunnar til þeirra sem hafa gagnrýnt friðaráætlun Bandaríkjamanna og bað þá um að „róa sig“ í þrjátíu daga þegar kæmi að gagnrýni í garð ríkja eins og Ísrael, Tyrklands og Katar. Svona er Rafah-borg að líta út í framtíðinni, samkvæmt sýn Kushners.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“