Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar 26. janúar 2026 08:32 Ný drög að frumvarpi um lagareldi sem nú liggja fyrir eru því miður ekki sá vísindalegi grundvöllur sem íslensk náttúra þarfnast. Þvert á móti ber textinn með sér öll einkenni þess sem stjórnsýslulegt hreðjatak hagsmunaaðila (e. political capture). Í stað þess að setja hlutlæg og ófrávíkjanleg mörk samkvæmt kenningunni um sterka sjálbærnisstefnu (e. Strong sustainability model) er boðið upp á „grænþvegna“ dyggðaskreytingu með óljósum fyrirheitum. Viðskiptalegir hagsmunir stóriðju í hafinu eru settir ofar varúðarsjónarmiðum umhverfisverndar. Teygjanlegar undanþágur Frumvarpið talar fagurlega um „vistkerfisnálgun“ og „varúðarreglu“ en þegar rýnt er í lagamálið breytist það í undanþágur. Setningar á borð við „skal leitast við“ eru lagalega merkingarlausar þegar kemur að dómstólum. Þær krefjast viðleitni en ekki árangurs. Íslenska frumvarpið hafnar hlutlægni og mælanlegum árangurskvörðum sem finna má í regluverki í Noregi í kjölfar hamfarahruns villta laxastofnsins þar vegna sjókvía. Þar með er opnað á stöðugt hagsmunapot á bak við tjöldin. Laxahlutur: Einkavæðing á sameiginlegri auðlind? Einn hættulegasti þáttur frumvarpsins er hugmyndin um „laxahlut“. Með því að úthluta slíkum hlut að fordæmi kvótakerfisins er verið að búa til ígildi eignarhalds á sameiginlegri auðlind okkar. Þetta mun gera ríkinu nánast ómögulegt að grípa inn í eða minnka eldi vegna umhverfisþátta síðar meir, án þess að mæta gríðarlegum bótakröfum frá stórfyrirtækjum. Við erum að afhenda firðina okkar til eilífðarnota gegn loðnum loforðum um eftirlit. Hvar er nú stjórnarskrárákvæði um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hver borgar reikninginn? Samkvæmt visthagfræði (e. ecological economics) og markverðum skýrslum á borð við Dasgupta-skýrsluna, (e. economics of biodiversity), verður að líta á náttúruna sem náttúrulegt auðmagn (e. natural capital). Náttúrulegt auðmagn er undirstaða fyrir því að hægt sé að framleiða efnislegt og samfélagslegt auðmagn. Ef sjókvíaeldi rýrir líffræðilega fjölbreytni fjarðanna og eyðir villta laxinum er þjóðarbúið að tapa verðmætum þrátt fyrir auknar útflutningstekjur til skamms tíma. Við eyðum höfuðstólnum fyrir sýndarhagnað. Í dag einkavæða eldisfyrirtæki hagnaðinn en félagsvæða áhættuna. Raunkostnaðarmat (e. true cost accounting) – lúsafaraldrar, eiturnotkun, plastmengun og gríðarleg afföll eldisdýra eru ekki tekin með í reikninginn eins og til dæmis FAO leggur til í sinni stefnu um raunkostnaðarbókhald í matvælaframleiðslu. Raunkostnaður er skrifaður á reikning náttúrunnar og samfélagsins. Ef þessi fyrirtæki þyrftu að greiða fyrir þá „vistkerfisþjónustu“ sem þau nýta sér ókeypis, væri sjókvíaeldi í opnum kvíum einfaldlega óarðbær framleiðsluaðferð. Nálgun ráðuneytisins er ótrúlega gamaldags eins og ég bendi á í umsögn minni í samráðsgátt. Þá er ekkert gert með lífsferilsgreiningar í frumvarpinu sem taka til raunkostnaðar í fæðukerfi sem flytur orkueiningar sem gætu nýst til manneldis upp í gegnum fæðukeðjuna með miklu orkutapi á hverju stigi til að ala rándýr á lúxusmarkað. Rannsóknir við HÍ með nýbirtum greinum sýna raunkostnað við laxeldi, svo sem er tekur til hámarks skilvirkni í matvælaframleiðslu og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er einmitt dæmi um þann rányrkjuiðnað sem gerir ekkert með umhverfið og er hluti af því stórtjóni sem fæðukerfi heimsins valda. Stöðvunarákvæði nú þegar Vegna þeirrar óvissu sem ríkir og alvarlegra veikleika frumvarpsins er aðeins ein rökrétt leið fær: Tímabundin stöðvun á allri útþenslu sjókvíaeldis. Við eigum ekki að leyfa ný leyfi eða aukningu lífmassa fyrr en lokið er gerð óháðs vistfræðilegs mats í öllum eldisfjörðum og innleiddir hafa verið tæknistaðlar sem útiloka erfðablöndun við villta stofna. Sönnunarbyrðin á að hvíla hjá iðnaðinum. Hann verður að sýna fram á að hann geti starfað án þess að eyðileggja þann auð sem villti laxinn og ósnortin náttúra eru. Óháð sjálfstæð heildarúttekt þarf að fara fram strax áður en lengra er haldið. Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla áður en stöðvun er aflétt: Hlutlæg vistkerfismörk: Lokið sé gerð óháðs vistfræðilegs mats fyrir alla firði þar sem eldi er stundað. Matið skal mæla uppsöfnuð áhrif (e. cumulative effects) á botndýralíf, vatnsgæði og villta stofna með sérstaka áherslu á að Norður-Atlantshafslaxinn er á válista. Vottun á „núll-sleppingu“: Innleiddur hafi verið tæknistaðall sem krefst þess að eldisbúnaður tryggi að slysasleppingar séu tæknilega sem næst ómögulegar eða að eldið sé stundað með ófrjóum fiski til að koma í veg fyrir erfðablöndun. Innleiðing raunkostnaðar (True Cost Aaccounting): Gerð hafi verið reglugerð um eldisgjald sem endurspeglar ytri kostnað sem kallast í hagfræði „úthrif“ (e. externalities). Gjaldið skal tryggja að rekstraraðilar beri fjárhagslega ábyrgð á vöktun og endurheimt vistkerfa og að engar byrðar séu lagðar á almenning eða opinbert eftirlit sem verði fullfjármagnað með gjöldum. Afföll eldisdýra verði undir skilgreindum tölulegum mælikvörðum með kröfu um sjálfkrafa tafarlausa lokun við brot. Eiturnotkun verði stöðvuð samstundis enda engar haldbærar rannsóknir á áhrifum hennar til staðar um langtímaáhrif. Mat verði lagt á plastmengun frá sjókvíaeldi, nýlegar rannsóknir sýna að hún er umtalsverð Lokaorð Ísland er vellauðugt ríki en vistspor okkar er með því stærsta sem þekkist. Á síðustu 50 árum hefur mannkynið útrýmt 70% af villtum dýrum jarðar. Villti laxinn er á válista. Eigum við virkilega að fórna honum fyrir tímabundinn hagnað fárra stórfyrirtækja? Nú er nóg komið. Við lifum ekki á góðri trú heldur á viðnámsþoli vistkerfanna. Það þarf að endursmíða þetta frumvarp frá grunni með sterka sjálfbærnistefnu og náttúruvernd að leiðarljósi. Höfundur hefur skilað ítarlegri umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ný drög að frumvarpi um lagareldi sem nú liggja fyrir eru því miður ekki sá vísindalegi grundvöllur sem íslensk náttúra þarfnast. Þvert á móti ber textinn með sér öll einkenni þess sem stjórnsýslulegt hreðjatak hagsmunaaðila (e. political capture). Í stað þess að setja hlutlæg og ófrávíkjanleg mörk samkvæmt kenningunni um sterka sjálbærnisstefnu (e. Strong sustainability model) er boðið upp á „grænþvegna“ dyggðaskreytingu með óljósum fyrirheitum. Viðskiptalegir hagsmunir stóriðju í hafinu eru settir ofar varúðarsjónarmiðum umhverfisverndar. Teygjanlegar undanþágur Frumvarpið talar fagurlega um „vistkerfisnálgun“ og „varúðarreglu“ en þegar rýnt er í lagamálið breytist það í undanþágur. Setningar á borð við „skal leitast við“ eru lagalega merkingarlausar þegar kemur að dómstólum. Þær krefjast viðleitni en ekki árangurs. Íslenska frumvarpið hafnar hlutlægni og mælanlegum árangurskvörðum sem finna má í regluverki í Noregi í kjölfar hamfarahruns villta laxastofnsins þar vegna sjókvía. Þar með er opnað á stöðugt hagsmunapot á bak við tjöldin. Laxahlutur: Einkavæðing á sameiginlegri auðlind? Einn hættulegasti þáttur frumvarpsins er hugmyndin um „laxahlut“. Með því að úthluta slíkum hlut að fordæmi kvótakerfisins er verið að búa til ígildi eignarhalds á sameiginlegri auðlind okkar. Þetta mun gera ríkinu nánast ómögulegt að grípa inn í eða minnka eldi vegna umhverfisþátta síðar meir, án þess að mæta gríðarlegum bótakröfum frá stórfyrirtækjum. Við erum að afhenda firðina okkar til eilífðarnota gegn loðnum loforðum um eftirlit. Hvar er nú stjórnarskrárákvæði um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hver borgar reikninginn? Samkvæmt visthagfræði (e. ecological economics) og markverðum skýrslum á borð við Dasgupta-skýrsluna, (e. economics of biodiversity), verður að líta á náttúruna sem náttúrulegt auðmagn (e. natural capital). Náttúrulegt auðmagn er undirstaða fyrir því að hægt sé að framleiða efnislegt og samfélagslegt auðmagn. Ef sjókvíaeldi rýrir líffræðilega fjölbreytni fjarðanna og eyðir villta laxinum er þjóðarbúið að tapa verðmætum þrátt fyrir auknar útflutningstekjur til skamms tíma. Við eyðum höfuðstólnum fyrir sýndarhagnað. Í dag einkavæða eldisfyrirtæki hagnaðinn en félagsvæða áhættuna. Raunkostnaðarmat (e. true cost accounting) – lúsafaraldrar, eiturnotkun, plastmengun og gríðarleg afföll eldisdýra eru ekki tekin með í reikninginn eins og til dæmis FAO leggur til í sinni stefnu um raunkostnaðarbókhald í matvælaframleiðslu. Raunkostnaður er skrifaður á reikning náttúrunnar og samfélagsins. Ef þessi fyrirtæki þyrftu að greiða fyrir þá „vistkerfisþjónustu“ sem þau nýta sér ókeypis, væri sjókvíaeldi í opnum kvíum einfaldlega óarðbær framleiðsluaðferð. Nálgun ráðuneytisins er ótrúlega gamaldags eins og ég bendi á í umsögn minni í samráðsgátt. Þá er ekkert gert með lífsferilsgreiningar í frumvarpinu sem taka til raunkostnaðar í fæðukerfi sem flytur orkueiningar sem gætu nýst til manneldis upp í gegnum fæðukeðjuna með miklu orkutapi á hverju stigi til að ala rándýr á lúxusmarkað. Rannsóknir við HÍ með nýbirtum greinum sýna raunkostnað við laxeldi, svo sem er tekur til hámarks skilvirkni í matvælaframleiðslu og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er einmitt dæmi um þann rányrkjuiðnað sem gerir ekkert með umhverfið og er hluti af því stórtjóni sem fæðukerfi heimsins valda. Stöðvunarákvæði nú þegar Vegna þeirrar óvissu sem ríkir og alvarlegra veikleika frumvarpsins er aðeins ein rökrétt leið fær: Tímabundin stöðvun á allri útþenslu sjókvíaeldis. Við eigum ekki að leyfa ný leyfi eða aukningu lífmassa fyrr en lokið er gerð óháðs vistfræðilegs mats í öllum eldisfjörðum og innleiddir hafa verið tæknistaðlar sem útiloka erfðablöndun við villta stofna. Sönnunarbyrðin á að hvíla hjá iðnaðinum. Hann verður að sýna fram á að hann geti starfað án þess að eyðileggja þann auð sem villti laxinn og ósnortin náttúra eru. Óháð sjálfstæð heildarúttekt þarf að fara fram strax áður en lengra er haldið. Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla áður en stöðvun er aflétt: Hlutlæg vistkerfismörk: Lokið sé gerð óháðs vistfræðilegs mats fyrir alla firði þar sem eldi er stundað. Matið skal mæla uppsöfnuð áhrif (e. cumulative effects) á botndýralíf, vatnsgæði og villta stofna með sérstaka áherslu á að Norður-Atlantshafslaxinn er á válista. Vottun á „núll-sleppingu“: Innleiddur hafi verið tæknistaðall sem krefst þess að eldisbúnaður tryggi að slysasleppingar séu tæknilega sem næst ómögulegar eða að eldið sé stundað með ófrjóum fiski til að koma í veg fyrir erfðablöndun. Innleiðing raunkostnaðar (True Cost Aaccounting): Gerð hafi verið reglugerð um eldisgjald sem endurspeglar ytri kostnað sem kallast í hagfræði „úthrif“ (e. externalities). Gjaldið skal tryggja að rekstraraðilar beri fjárhagslega ábyrgð á vöktun og endurheimt vistkerfa og að engar byrðar séu lagðar á almenning eða opinbert eftirlit sem verði fullfjármagnað með gjöldum. Afföll eldisdýra verði undir skilgreindum tölulegum mælikvörðum með kröfu um sjálfkrafa tafarlausa lokun við brot. Eiturnotkun verði stöðvuð samstundis enda engar haldbærar rannsóknir á áhrifum hennar til staðar um langtímaáhrif. Mat verði lagt á plastmengun frá sjókvíaeldi, nýlegar rannsóknir sýna að hún er umtalsverð Lokaorð Ísland er vellauðugt ríki en vistspor okkar er með því stærsta sem þekkist. Á síðustu 50 árum hefur mannkynið útrýmt 70% af villtum dýrum jarðar. Villti laxinn er á válista. Eigum við virkilega að fórna honum fyrir tímabundinn hagnað fárra stórfyrirtækja? Nú er nóg komið. Við lifum ekki á góðri trú heldur á viðnámsþoli vistkerfanna. Það þarf að endursmíða þetta frumvarp frá grunni með sterka sjálfbærnistefnu og náttúruvernd að leiðarljósi. Höfundur hefur skilað ítarlegri umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar