Viðskipti innlent

Pétur nýr for­stöðumaður hjá LV

Atli Ísleifsson skrifar
Pétur Sigurðsson.
Pétur Sigurðsson.

Pétur Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að Pétur muni leiða teymi ellefu hugbúnaðarsérfræðinga sem þróa og viðhalda hugbúnaði sjóðsins.

„Á árunum 2008 – 2016 starfaði Pétur hjá Íslandsbanka m.a. sem hugbúnaðarsérfræðingur, vörustjóri netbanka og deildarstjóri Digital Channel Solutions. Frá árinu 2016 hefur hann starfað í eigin rekstri og sinnt margvíslegum stafrænum verkefnum og ráðgjöf, m.a. fyrir Valitor, Samgöngustofu og Stafrænt Ísland, Bláa Lónið of.,“ segir í tilkynningunni. 

Fráfarandi forstöðumaður UT sviðs Haraldur Arason verður áfram hjá sjóðnum en hann fagnar á næstunni fjörutíu ára starfsafmæli hjá sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×