Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 28. janúar 2026 10:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum samfélagsins er að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda nám og ná árangri í uppbyggjandi umhverfi. Til þess þarf stuðning við hæfi innan skólanna, frá heimilunum og þeim kerfum sem koma að þeim. Nýfrjálshyggja hefur sett mark sitt á þróun skólakerfisins líkt og á önnur svið þjóðfélagsins; kröfur vinnumarkaðarins eru miklar og lífskjaramunur mikill. Til þess að ná markmiðunum um góða skóla og gott skólaumhverfi þurfa stjórnvöld að hlusta á fagfólk og foreldra og styðja við þau með fjölbreyttum úrræðum. Fleira fagfólk þarf inn í grunnskólana, einkum talmeinafræðinga, sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Snemmtæk íhlutun er lykilatriði sé barn í einhvers konar vanda, en hún verður að vera raunveruleg og fela í sér aðgengi að sérfræðingum án þeirrar löngu biðar sem nú er raunin. Frá því að grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna árið 1996 hefur hlutverk þeirra orðið æ flóknara, og enn frekar við innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar um 2008. Á hvorugum þessara tímamóta fylgdi nægjanlegt fjármagn til að standa við áætlanir. Stuðningur og raunverulega snemmtæk íhlutun Skólinn er oft sá staður þar sem merki um vanlíðan barns koma fyrst fram. Í því finnur starfsfólk skóla sig oft eitt á báti innan kerfisins og foreldrar finna til vanmáttar. Aukning á þunglyndi, sjálfsvígum og ofbeldishegðun meðal ungmenna er staðreynd. Farsældarlögin, sem ætlað var að brúa bilið milli kerfa, hafa enn ekki tryggt þá samfelldu þjónustu sem nauðsynleg er. Þjóðfélagið mætir því ekki nægilega börnum með fjölþættan vanda, svo sem þroskaraskanir, alvarlegan hegðunarvanda eða geðraskanir. Til viðbótar við vanda nefndra barna geta orðið truflanir á kennslu í bekkjum þannig að vart er kennsluhæft. Útrýma þarf biðlistum barna eftir úrræðum, hvort heldur er hjá félagsþjónustu, í greiningum eða í sérúrræðum. Jafnframt þarf að fjölga plássum í sérskólum fyrir börn með fjölþættan vanda, en aðeins þriðjungur þeirra sem þurftu pláss í Klettaskóla sl. haust fengu inngöngu. Skólinn er fyrsta stig þjónustu við börn í vanda. Á meðan skólinn á að standa öllum opinn mæta mörg veikustu barnanna lokuðum dyrum. Þetta á við um bið í þjónustu félagsþjónustunnar, Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir margra hefur vandi um 130 barna, sem þarfnast sérhæfðustu þjónustu landsins, fengið að magnast vegna kerfislægs ósamræmis og skorts á pólitískum vilja. Afleiðingin er sú að foreldrar standa eftir bugaðir og börnin falla í djúpa gjá á milli kerfa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu nýfrjálshyggjunnar og krefst tafarlausra aðgerða. Kennarar, samstarf og framtíð skólans Kennaralaun þurfa að vera samkeppnishæf við það sem gerist á almennum markaði og halda þarf áfram vinnu við jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins. Kennaraskortur er viðvarandi og nú vantar faglærða kennara í um 20% grunnskólakennarastöður í Reykjavík. Það er alvarlegt að fagfólk sækist ekki í starfið, og athyglisvert er að ánægja kennara með starfsumhverfið sé meiri en með launin. Kennarar voru um 17% neðar í launum en sambærilegar stéttir þegar jöfnun launa milli markaða hófst árið 2025 eftir áralanga baráttu. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og að kennaralaun verði raunverulega samkeppnishæf við laun á almennum markaði. Rannsóknir sýna að lítil samfélagsleg virðing hefur neikvæð áhrif á starfsánægju og stöðugleika í starfi. Aðeins 19% íslenskra kennara telja störf sín metin að verðleikum. Virðing fyrir kennurum snýst ekki um að þeir séu hafnir yfir gagnrýni, heldur birtist hún meðal annars í því hvernig talað er um skólana og kennara. Ef við viljum raunverulega öflugt skólakerfi þarf að byggja umræðuna á virðingu fyrir fagmennsku þeirra sem standa í framlínunni. Samfélagssáttmáli um skólamál er nauðsynlegur. Að mennta börn er samstarfsverkefni þar sem engin ein aðferð virkar fyrir alla og enginn einn aðili ber alla ábyrgð. Reykjavíkurborg og ríkið, ásamt Kennarafélagi Íslands, foreldrum, Menntavísindasviðum og öðrum hagaðilum, þurfa að setjast niður og rýna í stöðuna, ræða málin og síðast en ekki síst grípa til aðgerða. Taka þarf höndum saman og skapa aðstæður í samfélaginu öllu þar sem nemendur fá verkefni, aðbúnað og stuðning við hæfi. Fyrst þá munum við ná árangri í íslensku menntakerfi, árangri sem leggur grunn að bættri líðan barna og sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er kennari er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum samfélagsins er að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda nám og ná árangri í uppbyggjandi umhverfi. Til þess þarf stuðning við hæfi innan skólanna, frá heimilunum og þeim kerfum sem koma að þeim. Nýfrjálshyggja hefur sett mark sitt á þróun skólakerfisins líkt og á önnur svið þjóðfélagsins; kröfur vinnumarkaðarins eru miklar og lífskjaramunur mikill. Til þess að ná markmiðunum um góða skóla og gott skólaumhverfi þurfa stjórnvöld að hlusta á fagfólk og foreldra og styðja við þau með fjölbreyttum úrræðum. Fleira fagfólk þarf inn í grunnskólana, einkum talmeinafræðinga, sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Snemmtæk íhlutun er lykilatriði sé barn í einhvers konar vanda, en hún verður að vera raunveruleg og fela í sér aðgengi að sérfræðingum án þeirrar löngu biðar sem nú er raunin. Frá því að grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna árið 1996 hefur hlutverk þeirra orðið æ flóknara, og enn frekar við innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar um 2008. Á hvorugum þessara tímamóta fylgdi nægjanlegt fjármagn til að standa við áætlanir. Stuðningur og raunverulega snemmtæk íhlutun Skólinn er oft sá staður þar sem merki um vanlíðan barns koma fyrst fram. Í því finnur starfsfólk skóla sig oft eitt á báti innan kerfisins og foreldrar finna til vanmáttar. Aukning á þunglyndi, sjálfsvígum og ofbeldishegðun meðal ungmenna er staðreynd. Farsældarlögin, sem ætlað var að brúa bilið milli kerfa, hafa enn ekki tryggt þá samfelldu þjónustu sem nauðsynleg er. Þjóðfélagið mætir því ekki nægilega börnum með fjölþættan vanda, svo sem þroskaraskanir, alvarlegan hegðunarvanda eða geðraskanir. Til viðbótar við vanda nefndra barna geta orðið truflanir á kennslu í bekkjum þannig að vart er kennsluhæft. Útrýma þarf biðlistum barna eftir úrræðum, hvort heldur er hjá félagsþjónustu, í greiningum eða í sérúrræðum. Jafnframt þarf að fjölga plássum í sérskólum fyrir börn með fjölþættan vanda, en aðeins þriðjungur þeirra sem þurftu pláss í Klettaskóla sl. haust fengu inngöngu. Skólinn er fyrsta stig þjónustu við börn í vanda. Á meðan skólinn á að standa öllum opinn mæta mörg veikustu barnanna lokuðum dyrum. Þetta á við um bið í þjónustu félagsþjónustunnar, Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir margra hefur vandi um 130 barna, sem þarfnast sérhæfðustu þjónustu landsins, fengið að magnast vegna kerfislægs ósamræmis og skorts á pólitískum vilja. Afleiðingin er sú að foreldrar standa eftir bugaðir og börnin falla í djúpa gjá á milli kerfa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu nýfrjálshyggjunnar og krefst tafarlausra aðgerða. Kennarar, samstarf og framtíð skólans Kennaralaun þurfa að vera samkeppnishæf við það sem gerist á almennum markaði og halda þarf áfram vinnu við jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins. Kennaraskortur er viðvarandi og nú vantar faglærða kennara í um 20% grunnskólakennarastöður í Reykjavík. Það er alvarlegt að fagfólk sækist ekki í starfið, og athyglisvert er að ánægja kennara með starfsumhverfið sé meiri en með launin. Kennarar voru um 17% neðar í launum en sambærilegar stéttir þegar jöfnun launa milli markaða hófst árið 2025 eftir áralanga baráttu. Mikilvægt er að sú vinna haldi áfram og að kennaralaun verði raunverulega samkeppnishæf við laun á almennum markaði. Rannsóknir sýna að lítil samfélagsleg virðing hefur neikvæð áhrif á starfsánægju og stöðugleika í starfi. Aðeins 19% íslenskra kennara telja störf sín metin að verðleikum. Virðing fyrir kennurum snýst ekki um að þeir séu hafnir yfir gagnrýni, heldur birtist hún meðal annars í því hvernig talað er um skólana og kennara. Ef við viljum raunverulega öflugt skólakerfi þarf að byggja umræðuna á virðingu fyrir fagmennsku þeirra sem standa í framlínunni. Samfélagssáttmáli um skólamál er nauðsynlegur. Að mennta börn er samstarfsverkefni þar sem engin ein aðferð virkar fyrir alla og enginn einn aðili ber alla ábyrgð. Reykjavíkurborg og ríkið, ásamt Kennarafélagi Íslands, foreldrum, Menntavísindasviðum og öðrum hagaðilum, þurfa að setjast niður og rýna í stöðuna, ræða málin og síðast en ekki síst grípa til aðgerða. Taka þarf höndum saman og skapa aðstæður í samfélaginu öllu þar sem nemendur fá verkefni, aðbúnað og stuðning við hæfi. Fyrst þá munum við ná árangri í íslensku menntakerfi, árangri sem leggur grunn að bættri líðan barna og sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er kennari er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun