Mér datt strax í hug að það væru ekki allir lifandi

Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Mörg þúsund viðbragðsaðilar starfa á Íslandi. Aðstæður geta oft verið erfiðar, sökum veðurs og ytri aðstæðna – líkamlega en ekki síst andlega. Í smásamfélagi líkt og á Íslandi er einnig hætta á að viðbragðsaðilar þekki þann sem þau gera tilraun til að bjarga úr hættu. Slík var raunin í flugslysinu undir Hlíðafjalli þann 5. ágúst 2013, þegar sjúkraflutningamenn gerðu sér grein fyrir því að í flaki flugvélarinnar voru vinir þeirra. Vinnufélagar sjúkraflutningamannsins Péturs Róberts Tryggvasonar lýsa aðkomunni að hræðilegum vettvangi flugslyssins sem skók íslenskt samfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.

1442
00:28

Vinsælt í flokknum Fréttir