Ísland í dag - Gerir besta og einfaldasta heilsubrauð landsins og súkkulaðismjör

Albert Eiríksson hinn landsþekkti matgæðingur lífskúnstner og matarbloggari gerir eitt besta og einfaldasta heilsubrauð landsins og þó víðar væri leitað. Albert var að gefa út matreiðslubók með girnilegum heilsuréttum. Og þar er hann til dæmis með uppskrift að dásamlegu og hollu súkkulaðismjöri. En í staðinn fyrir að halda útgáfuboð þá býður hann hreinlega öllum sem vilja að koma heim til þeirra Alberts og Bergþórs Pálssonar eiginmanns hans í kaffi og spjalla og jafnvel hlusta á söng og tónlist. Í bókinni eru þvílíkt auðveldar og góðar uppskriftir sem margar hverjar koma á óvart. Vala Matt fór og skoðaði girnilegar hollustu uppskriftir og leit til þeirra í kaffi. Ekki missa af Íslandi í dag kl.18.55 strax á eftir fréttum og sporti.

103
12:00

Vinsælt í flokknum Ísland í dag