Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Rann­sóknar­nefnd strax

Það hefur verið áhugavert að fylgja með viðbrögðum Bankasýslunnar við skýrslu Ríkisendurskoðanda. Bæði formaður og forstjóri hafa brugðist við og virðast ekki sjá neitt athugavert við leið sem valin var, hina svokölluðu tilboðsleið. Er Ríkisendurskoðandi m.a. sakaður um vanþekkingu á viðfangsefninu og seinagang.

Skoðun
Fréttamynd

Af­ruglun á um­ræðu um brott­vísanir

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi

Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskan er okkar allra

Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Eitt stórt klúður frá upp­hafi til enda“

„Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara.

Innlent
Fréttamynd

Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra

Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað svo?

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka.

Skoðun
Fréttamynd

Hefðu ekki náð öllum mark­miðum sölunnar á hærra verði

Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín aldrei í sam­skiptum við Gretu Thun­berg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum.

Erlent
Fréttamynd

Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu

Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Sér engar al­var­legar á­bendingar um lög­brot

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Klúður! Stað­fest

Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð.

Skoðun
Fréttamynd

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Satt, hálf­satt og ó­satt í um­ræðu um læsis­kennslu á Ís­landi: Stríð og friður um læsis­kennslu í ís­lenskum skólum

Umræðan um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum tekur stundum á sig undarlegar myndir. Flest skólafólk man eflaust eftir því þegar reynt var að hasla þjóðarátaki um læsi völl, haustið 2015, með áhlaupi á þróunarstarf undir merkjum Byrjendalæsis og gera um leið lítið úr faglegum heilindum og dómgreind kennara og skólastjóra sem innleitt höfðu verkefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir leigubíl

Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“

Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins.  

Innlent