Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Sannleikurinn í hæstarétti

Ánægjulegasta frétt heimsmála síðustu vikuna verður mjög líklega þegar fram í sækir einn ljósasti punktur tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Skyggni ágætt

Sumarið er komið. Ársfjórðungurinn þegar landsmenn liggja enn betur en í annan tíma yfir veðurspám og kortum oft á dag til að eygja sólarglætu einhvers staðar á landinu. Við þessar veðurathuganir verður mér alltaf hugsað til systur minnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki er Ísland fjarska fallegt

Það væri synd að segja að Ísland sé fjarska-fallegt. Þegar maður sér það frá útlöndunum gegnum sjónauka internetsins lítur það út eins og Patreksfjörður eftir dansleik á sjómannadaginn.

Bakþankar
Fréttamynd

Rokk og ról

Íslenska þungarokkshljómsveitin Skálmöld lét vaða í hýra prófílmynd í tilefni föstudagsins eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynhneigðra bryti gegn stjórnarskránni. Myndskreytingin fór fyrir brjóstið á sumum aðdáendum og er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Í kringum síðustu Gleðigöngu gerði sveitin það sama — og fýlupúkarnir gerðu það sem þeir gera best; fóru í fýlu.

Bakþankar
Fréttamynd

Að taka tryllingskast

Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á

Bakþankar
Fréttamynd

Vælukjóar á þingi

Þolendur eineltis hugsuðu þingkonu Framsóknarflokksins þegjandi þörfina í vikunni þegar henni þótti tímans virði að kvarta undan því að helsti ráðamaður á þingi væri lagður í einelti af stjórnarandstöðunni. Ég veit ekki hvort er meira pirrandi; að gengisfella

Bakþankar
Fréttamynd

Dæmisaga um kúk

Hugmynd mín um helvíti inniheldur tvennt: Heitan ananas og útikamra. Í helvíti er ananas á öllum pitsum og fólk gengur örna sinna í sameiginlegum útikömrum úr plasti. Langar raðir myndast fyrir utan þá og maður neyðist til að horfa í blóðhlaupin augu þeirra sem skilja eftir sig lyktina.

Bakþankar
Fréttamynd

Látum okkur leiðast

Við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Ég er búin að hugsa mikið um þessi orð Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans, sem hún lét falla í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í síðustu viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Smákarlaremba

Fjögurra ára sonur minn elst upp á tveimur heimilum. Annars vegar hjá föður sem eldar og skúrar. Hins vegar hjá móður sem borar og blótar.

Bakþankar
Fréttamynd

Allsber á röngum tíma

Hópur ungs fólks klifraði upp á fjall í Malasíu, striplaðist og setti myndir af því á netið. Skömmu síðar kom jarðskjálfti. Fólk dó. Mannskepnan kann að greina mynstur og einhverjir eru sagðir hafa tengt saman: Túristar að stripla => Andar reiðir =>

Bakþankar
Fréttamynd

6-4 jafntefli

Forsætisráðherra varð tíðrætt um jafnrétti í ávarpi sínu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Með vísan í alþjóðlega mælikvarða Sameinuðu þjóðanna færði hann okkur fagnaðarerindið, að Ísland væri nú orðið fyrirmynd í samfélagi þjóðanna, meðal annars vegna þess að kynjafnrétti væri hvergi meira.

Bakþankar
Fréttamynd

Stór misskilningur

Það er ýmsu misjöfnu haldið fram um trúarbrögð þessa dagana. Sumt er gáfulegt og annað ekki. Einhverjir telja nú allt í einu mjög ósennilegt að það hafi verið sjálfur skaparinn sem færði okkur trúarrit á borð við Biblíuna og Kóraninn. Það þykir mér undarleg afstaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Aftaka á miðju torgi

Ég renndi ekki grun í hvaða undur áttu eftir að eiga sér stað þennan sólbjarta sunnudag þegar ég keypti mér dagblaðið El País í söluturni einum. Fór ég því léttur í lund og settist undir svokölluðu jacaranda-tré við kaffihús eitt og pantaði mér kaffi sóló.

Bakþankar
Fréttamynd

Elsku Villi

Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann.

Bakþankar
Fréttamynd

Klói og #réttsýnin

Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi

Bakþankar
Fréttamynd

Frjáls femínisti

Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi.

Bakþankar
Fréttamynd

Hver á heiðurinn?

Frá því að aðgerðaráætlun um afnám hafta var kynnt í vikunni hef ég verið eitt spurningamerki. Fjármál eru ekki mitt sérsvið en ég tel mig þó skilja tilgang aðgerðanna og átta mig á að þær eru mjög góðar. Stórum og mikilvægum spurningum er þó enn þá ósvarað.

Bakþankar
Fréttamynd

Að týna besta vini sínum

Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar.

Bakþankar
Fréttamynd

Bið

Það er fátt leiðinlegra en að bíða. Bíða í röð. Bíða eftir strætó. Bíða eftir sumrinu. Úff. Allra leiðinlegast er þó að bíða hjá sýslumanninum eftir nýju vegabréfi. Ég íhugaði að hefja feril í skjalafalsi um daginn þegar ég var búin að panta alls konar flugmiða í allar áttir og fattaði svo að vegabréfið mitt var útrunnið. Ég byrjaði að klippa og líma en sá svo fréttirnar um konur sem höfðu klippt og límt með hræðilegum afleiðingum og ákvað að bruna upp í Kópavog á fund sýslumanns.

Bakþankar
Fréttamynd

Sanngjarn ójöfnuður

Orðið jöfnuður er fallegt orð. Að vera jafn fyrir lögum er til dæmis fallegur og mikilvægur réttur. Mér þótti því lengi vel að jafnaðarmennska hlyti að vera fegurri pólitísk afstaða en aðrar þar sem hún hljómaði svo sanngjörn. Þrátt fyrir það aðhyllist ég nú pólitík sem er meira frelsismegin því ég tel það æskilegra samfélaginu.

Bakþankar
Fréttamynd

Baráttan um borgina

Lagið Aldrei fór ég suður trónaði vikum saman á toppum vinsældalista fyrir hartnær 20 árum enda yrkisefnið Íslendingum hugleikið þrátt fyrir að því fari fjarri að fólksflutningar af landsbyggðinni séu séríslenskt fyrirbæri.

Bakþankar
Fréttamynd

Við þekkjum öll einn

Ótrúlegur fjöldi kvenna hefur á undanförnum dögum greint frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Tilfinningabyltingin

Ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En frá því að ég var lítil smástelpa hefur mér verið treyst fyrir leyndarmálunum. Þeim hefur verið hvíslað í eyrun mín. Í skólaferðalagi. Á trúnaðarstundu sem færist yfir eftir svefngalsa í sleepover. Yfir kakóbolla og ristuðu brauði. Við eldhúsborðið. Í leigubíl. Á Kaffibarnum. Þetta eru heilög leyndarmál. Ekki segja neinum. Aldrei. Usssss...

Bakþankar
Fréttamynd

Plástur á gatið

Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar skríllinn skellir aðlinum

Í neðanjarðarlest í Madríd situr sjötíu og eins árs gömul kona og les bókina hans Jóns Gnarr sem fjallar um það hvernig hann varð borgarstjóri og breytti heiminum. Þessi ofurhversdagslegi atburður var festur á filmu og er nú, eftir kosningarnar síðastliðna helgi,

Bakþankar
Fréttamynd

Laumufarþegar um borð

Fjölmiðlafulltrúi FIFA tilkynnti blaðamönnum að um sorgardag væri að ræða á miðvikudag þegar fréttist að háttsettir menn í hreyfingunni hefðu verið handteknir.

Bakþankar
Fréttamynd

Fækkum frídögunum

Ég veit ekki hvað ég geri ef ég les aðra dramatíska frétt um frestun á þinglokum og möguleikana á sumarþingi. Ég geri örugglega eitthvað mjög slæmt. Byrja að stunda utanvegaakstur, gera símaat í neyðarlínunni eða freta á börn.

Bakþankar