Gary Martin með nýjan þriggja ára samning í Eyjum Enski knattspyrnumaðurinn Gary Martin hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV og spilar því áfram í Lengjudeild karla í sumar. Fótbolti 11. mars 2021 12:10
Þróttur heldur áfram að sækja leikmenn til Bandaríkjanna Lið Þróttar Reykjavíkur verður skipað allavega þremur bandarískum leikmönnum er Pepsi Max deild kvenna fer af stað en félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn Shea Moyer myndi leika með liðinu í sumar. Íslenski boltinn 9. mars 2021 17:45
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. Fótbolti 9. mars 2021 15:23
Stórsigrar hjá Víkingi og Val Það var nóg um að vera í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í kvöld. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í A-deildinni. Íslenski boltinn 5. mars 2021 22:08
„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn 5. mars 2021 18:31
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. Íslenski boltinn 5. mars 2021 16:30
Bubbi spenntur fyrir því að mæta í Frostaskjólið í sumar Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens stefnir á að mæta á KR-völlinn í sumar og sjá KR spila í Pepsi Max deildinni. Bubbi er að flytja á Seltjarnarnesið á nýjan leik og ætlar sér að endurnýja kynnin við KR. Íslenski boltinn 4. mars 2021 19:00
Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Íslenski boltinn 4. mars 2021 18:31
„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn" Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi. Fótbolti 4. mars 2021 13:41
Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. Íslenski boltinn 2. mars 2021 12:01
„Þarf að vinna málið betur“ „Nú þarf bara að setjast niður, ræða málin og ná samstöðu,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, eftir ársþing KSÍ um helgina. Þar var tillaga Fram um 14 liða efstu deild karla felld, sem og tillaga stjórnar KSÍ um fjölgun leikja með því að taka upp úrslitakeppni í deildinni. Íslenski boltinn 1. mars 2021 18:01
Virðist það hafa verið hefndaraðgerð að fella líka tillögu stjórnar KSÍ „Þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, um þá niðurstöðu að ekki verði breyting á fyrirkomulaginu í efstu deild karla í fótbolta að sinni. Íslenski boltinn 1. mars 2021 16:03
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. Íslenski boltinn 1. mars 2021 13:02
Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. Íslenski boltinn 27. febrúar 2021 15:24
Halldór sló met í sigri Víkinga og FH glutraði niður tveggja marka forystu Nokkrir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Fylkir vann Þrótt, FH gerði jafntefli við Fram, Grindavík hafði betur gegn Afturelding í karlaflokki, ÍA vann Grindavík í kvennaflokki og Víkingur vann 3-1 sigur á Kórdrengjum. Íslenski boltinn 26. febrúar 2021 22:02
Almarr til Vals Almarr Ormarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Hann kemur til liðsins frá KA. Íslenski boltinn 26. febrúar 2021 16:58
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. Íslenski boltinn 25. febrúar 2021 12:31
Þessir komust í æfingahópinn mánuði fyrir EM Davíð Snorri Jónasson, nýr þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn í sinn fyrsta æfingahóp nú þegar mánuður er í að Ísland spili í lokakeppni Evrópumótsins. Íslenski boltinn 24. febrúar 2021 15:08
Fimm skiptingar á lið leyfðar í hverjum leik í sumar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt tillögu dómaranefndar sambandsins um að lið geti gert fimm skiptingar í leik á Íslandsmótinu í sumar. Íslenski boltinn 23. febrúar 2021 19:01
Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Íslenski boltinn 23. febrúar 2021 14:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. Fótbolti 23. febrúar 2021 09:39
Lék með unglingaliðum Burnley og Liverpool en hefur nú samið við Keflavík Keflavík hefur samið við hinn 21 árs Marley Blair. Blair getur leyst flest allar stöðurnar framarlega á vellinum og kemur frá Englandi. Íslenski boltinn 19. febrúar 2021 18:15
Gaupi ræddi við Guðna Bergs: Stórmál fyrir okkur og mikið hagsmunamál Guðjón Guðmundsson hitti Guðna Bergsson í Laugardalnum í dag og ræddi við formann Knattspyrnusambands Íslands um komandi ársþing sambandsins. Fótbolti 19. febrúar 2021 14:30
„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. Íslenski boltinn 19. febrúar 2021 11:30
Orri nýr formaður ÍTF þar sem Geir dró framboð sitt til baka Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, dró í kvöld framboð sitt til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum, til baka á aðalfundi samtakanna í dag. Íslenski boltinn 18. febrúar 2021 21:15
Vall kominn í Val Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile. Íslenski boltinn 18. febrúar 2021 15:22
Markaleikur er Fylkir hafði betur gegn ÍBV Fylkir vann 3-2 sigur á ÍBV er liðin mættust í Lengjubikar karla í kvöld. Leikið var á Wurth vellinum í Árbænum. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 20:22
Valur að semja við Johannes Valur er að semja við vinstri bakvörðurinn Johannes Björn Valll. Hann er 28 ára gamall Svíi sem hefur alla tíð leikið í heimalandinu. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 18:00
Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 14:01
Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 12:01