Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. Fótbolti 10. apríl 2023 21:56
„Mesti vorbragurinn var á dómaranum“ Fram og FH gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var nokkuð sáttur með stigið en fannst halla á Fram í dómgæslunni. Sport 10. apríl 2023 21:50
Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val. Fótbolti 10. apríl 2023 21:15
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. Fótbolti 10. apríl 2023 21:10
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. Fótbolti 10. apríl 2023 21:10
Hallgrímur: Við lifum og lærum „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag. Fótbolti 10. apríl 2023 17:05
„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Fótbolti 10. apríl 2023 16:48
Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins. Fótbolti 10. apríl 2023 16:05
Umfjöllun og viðtal: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. Fótbolti 10. apríl 2023 15:55
Leik Vals og ÍBV frestað um 45 mínútur Leikur Vals og ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hefur verið frestað um 45 mínútur. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18.30 en hefst nú klukkan 19.15. Íslenski boltinn 10. apríl 2023 14:01
„Það skemmtilegasta sem maður gerir“ Taugarnar eru ljómandi fínar. Það er ótrúleg tilhlökkun og gleði í loftinu, segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, en hans menn opna Íslandsmótið sem nýliðar er Keflavík heimsækir Árbæinn klukkan 14:00 í dag. Íslenski boltinn 10. apríl 2023 11:00
„Verandi í Val og þær kröfur sem eru þar þá stefnum við að sjálfsögðu á fyrsta sætið“ Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur KA, KR, Vals og Breiðabliks. Íslenski boltinn 10. apríl 2023 10:30
Þessi dæma opnunarumferðina í Bestu deildinni Keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst í dag með heilli umferð. Íslenski boltinn 10. apríl 2023 08:01
Schram mættur í hásætið Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Íslenski boltinn 9. apríl 2023 09:00
Víkingur kynnir færeyska landsliðsmiðvörðinn til leiks Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í dag að félagið hefði samið við varnarmanninn Gunnar Vatnhamar. Fótbolti 7. apríl 2023 12:45
Tískuvitund gömlu karlanna hjá Val tekin í gegn | myndskeið Adam Ægir Pálsson, leikmaður karlaliðs Vals í fótbolta, birti á dögunum myndskeið á Tik Tok-síðu sinni þar sem hann sýnir afrakstur þess þegar hann tók eldri leikmenn Valsliðsins í yfirhalningu hvað fatastíl þeirra varðar. Fótbolti 7. apríl 2023 10:22
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið | Leikmenn missáttir við verð Fantasy leikur Bestu-deildar karla er kominn í loftið og geta spilarar því skráð sig og lið sitt til leiks. Besta-deildin fékk nokkra leikmenn til sín til að sjá hvað þeir munu kosta í leiknum og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið misgóð. Fótbolti 6. apríl 2023 16:16
Baldur um Breiðablik: „Óskaplega eðlilegt að spá því að þeir verji titilinn“ Baldur Sigurðsson segir að Breiðablik sé langlíklegast til að verða Íslandsmeistari annað árið í röð. Liðinu er spáð 1. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Íslenski boltinn 6. apríl 2023 11:30
Besta-spáin 2023: Langlíklegastir til afreka Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 1. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 6. apríl 2023 11:01
Baldur um Val: „Á enn eftir að sjá þá verða í baráttunni um titilinn“ Baldur Sigurðsson balla. Liðinu er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Íslenski boltinn 6. apríl 2023 10:30
Besta-spáin 2023: Varist til sigurs Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 6. apríl 2023 10:01
Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Fótbolti 5. apríl 2023 12:00
Albert um Víking: „Maður á ekki að vanmeta liðið meðan Arnar er við stjórnvölinn“ Albert Ingason hefur áhyggjur fyrir hönd bikarmeistara Víking. Liðinu er spáð 3. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Íslenski boltinn 5. apríl 2023 11:00
Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 5. apríl 2023 10:01
Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Sport 4. apríl 2023 22:39
Vatnhamar í Víking úr Víkingi Víkingur hefur náð samkomulagi við færeyska félagið Viking í Götu um kaup á varnarmanninum Gunnari Vatnhamar. Fótbolti 4. apríl 2023 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Víkingur 3-2 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 3-2 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í leiknum sem markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi; Meistarakeppni KSÍ. Breiðablik er því meistari meistaranna. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 22:19
Albert um KA: „Margir aðrir sem tóku við keflinu“ Albert Ingason hefur trú á því að KA geti fyllt skarð Nökkva Þeys Þórissonar í sumar. Liðinu er spáð 4. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 11:01
Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 10:00
Víkingur að fá miðvörð frá Víkingi Bikarmeistarar Víkings eru að fá miðvörð frá Færeyjum til að fylla skarð Kyles McLagan sem meiddist illa á dögunum og verður ekkert með á tímabilinu. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 09:31
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti