Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks

    Breiðablik kórónaði frábært tímabil í Pepsi-deild kvenna með 3-0 sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Blikar fóru taplausir í gegnum sumarið og unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í allt sumar og það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna jafn góða vörn í efstu deild kvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fanndís fékk gullskóinn

    Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Með sprengjuna í blóðinu

    Fanndís Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari með Breiðabliki eftir tíu ára bið. Hún á gullskóinn vísan og segist vera þroskaðri leikmaður nú en áður. Í viðtali við Fréttablaðið fer hún yfir tímabilið hjá sér og liðinu og segir frá töframanninum sem á sinn þátt í titlinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn

    Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var brattur fyrir fyrsta leik í undankeppni EM 2017 er hann tilkynnti leikmannahópinn í dag. Sagðist hann vera glaður að sjá Margréti Láru vera komna af stað á fullu á ný.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Harpa: Þetta er ágætis hefð

    "Þetta gerist ekki sætara. Sigrar eru eiginlega alltaf sætari þegar maður lendir undir og er búinn að vera í basli og nær að snúa blaðinu við,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar í dag í bikarúrslitunum.

    Íslenski boltinn