Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grind­víkingar héldu Val í fallsætinu

    Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Já­kvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“

    Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, hefði viljað sjá lið sitt stíga betur út í fráköstum og nýta opin sniðskot betur þegar lið hans laut í minni pokann og tapaði fyrir Stjörnunni í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þurfum að halda á­fram að ýta á hvorn annan“

    Baldur Þór Ragnarsson er með lið sitt, Stjörnuna, á toppi Bónus-deildar karla í körfubolta en fjögurra stiga sigur Garðabæjarliðsins á móti Keflavík í kvöld þýðir að liðið hefur ennþá tveggja stiga forskot á Tindastól á toppnum. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Drungilas í eins leiks bann

    Adomas Drungilas, leikmaður körfuboltaliðs Tindastóls, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd vegna háttsemi sinnar í leik gegn Álftanesi í Bónus deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum

    Andri Már Eggertsson skellti sér á leik Álftaness og Stjörnunnar í Bónus-deild karla á föstudagskvöldið. Grannaslagur og mikið lagt í sölurnar hjá Álftnesingum. Hann fékk stemninguna beint í æð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

    Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Byggjum á þessu og höldum á­fram að verða betri“

    Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Álfta­nes - Stjarnan 77-97 | Þægi­legur sigur gestanna

    Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bene­dikt í bann

    Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

    Körfubolti