Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hvað er að hjá Magga Gunn?

    Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KFÍ vann á Króknum

    KFÍ vann magnaðan sigur, 83-86, á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld í Dominos-deild karla. Þetta var annar tveggja leikja sem fóru fram í deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83

    Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91

    Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar á heimasíðu sinni: Velkominn aftur Gummi

    Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 90-69

    KR sigraði Tindastól örugglega 90-69 í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn voru grimmari allan leikinn og unnu að lokum mjög sanngjarnan sigur. Varnarleikur KR var sterkur lengstum í leiknum og lagði grunninn að sigrinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sá yngsti byrjar vel í Dominsodeildinni

    Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominosdeildar karla í körfubolta í vetur enda verður hann ekki þrítugur fyrr en í apríl á næsta ári. Hjalti er að stíga sín fyrstu spor sem aðalþjálfari í úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að hann byrji vel.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltadómarar verða appelsínugulir í vetur

    Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) og Húsasmiðjan hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning og mest áberandi breytingin í kjölfars þessa nýja samnings er sú að nú munu dómarar vera appelsínugulum dómaratreyjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslendingarnir voru áberandi í fyrstu umferðinni

    Íslensku strákarnir voru í aðalhlutverkum í fyrstu umferð Dominosdeildar karla sem lauk í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson hjá Skallagrími spilaði best allra samkvæmt framlagsjöfnunni og níu íslenskir leikmenn voru meðal þeirra 17 leikmanna sem spiluðu best.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík vann í framlengingu

    Njarðvík hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld í framlengdum spennuleik, 84-82, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir fyrir fjórða leikhluta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar bæta við sig manni fyrir leik kvöldsins

    Keflvíkingar munu tefla fram nýjum bandarískum leikmanni þegar liðið fær Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn í Toyota-höllina í kvöld í fyrstu umferð Dominos-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en fara einnig fram tveir aðrir leikir: Snæfell-ÍR og Þór Þorlákshöfn-Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 93-90

    Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð

    Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR-ingar spila hér eftir í Hertz Hellinum

    ÍR-ingar hafa gefið heimavelli sínum nýtt nafn fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. Þeir spila hér eftir í Hertz Hellinum og ætla ennfremur að vígja nýja stúku í fyrsta leik sem verður á móti Þór Þorlákshöfn.

    Körfubolti