Stórt tap hjá Haukum Kvennalið Hauka hefur lokið þátttöku sinni í Evrópukeppninni í körfubolta þennan veturinn en í kvöld steinlá liðið á heimavelli fyrir ítalska liðinu Parma 117-58 eftir að hafa verið undir 69-18 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 19 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir 15 stig. Haukar töpuðu öllum leikjum sínum í riðlinum og eru úr leik, en þetta unga lið hefur sannarlega fengið dýrmæta reynslu úr þessum erfiðu leikjum. Körfubolti 13. desember 2006 21:03
ÍS lagði Breiðablik Einn leik fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stúdínur unnu sigur á botnliði Breiðabliks 74-62 í Kennaraháskólanum. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig fyrir ÍS, Hafdís Helgadóttir 15 stig og hirti 10 fráköst og Anabel Perdomo skoraði 13 stig og gaf 14 stoðsendingar. Tiara Harris skoraði 23 stig fyrir Blika, sem eru á botni deildarinnar án stiga en Stúdínur eru í 4. sæti með 8 stig. Körfubolti 11. desember 2006 22:10
Montpellier burstaði Hauka Kvennalið Hauka í körfubolta tapaði í kvöld fyrir franska liðinu Montpellier 105-57 á Ásvöllum í Evrópukeppninni. Ifeoma Okonkwo skoraði 23 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst. Körfubolti 7. desember 2006 21:01
Suðurnesjaliðin unnu leiki sína Grannliðin Grindavík og Keflavík lögðu andstæðinga sína nokkuð örugglega í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík lagði Breiðablik 88-67 þar sem Tamara Bowie skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Grindavík en Tiara Harris skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Blika. Keflavík lagði ÍS 91-67 þar sem TaKesha Watson hjá Keflavík fékk þungt höfuðhögg og var flutt á sjúkrahús með heilahristing og brotnar tennur. Körfubolti 6. desember 2006 21:49
Tap hjá Haukastúlkum Haukastúlkur töpuðu 94-67 fyrir liði Gran Canaria á Kanaríeyjum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, eftir að hafa verið undir 55-35 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og hirti 7 fráköst. Haukaliðið er því á botni F-riðilsins án sigurs eftir fjóra leiki. Körfubolti 30. nóvember 2006 22:13
Margrét með þrennu í stórsigri Keflvíkinga Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og ekki hægt að segja að þar hafi spennan verið í fyrirrúmi. Keflavíkurstúlkur rótburstuðu Blika 115-59 á útivelli og grannar þeirra úr Grindavík lögðu Hamar 93-44 í Hveragerði. Þá urðu Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar með naumum 83-82 sigri á Þór á Akureyri. Körfubolti 24. nóvember 2006 21:20
Haukastúlkur töpuðu fyrir Parma Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrir ítalska liðinu Parma í Evrópukeppninni í körfubolta 102-86, en leikið var ytra. Ifeoma Okonkwo skoraði 25 stig fyrir Hauka, Unnur Tara Jónsdóttir átti fínan leik og skoraði 19 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Körfubolti 22. nóvember 2006 20:56
Njarðvíkingar mæta Tartu Rock í kvöld Karlalið Njarðvíkinga og kvennalið Hauka verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar taka á móti eistneska liðinu Rartu Rock klukkan 19:15 í íþróttahúsinu í Keflavík, en Haukaliðið mætir sterku liði Parma frá Ítalíu á útivelli. Körfubolti 22. nóvember 2006 17:18
Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur. Körfubolti 16. nóvember 2006 21:33
Grindavík lagði ÍS í framlengdum leik Grindavíkurstúlkur lögðu Stúdínur 64-62 í rafmögnuðum spennuleik í Kennaraháskólanum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikur var gríðarlega sveiflukenndur, en ÍS skoraði síðustu 5 stigin í fjórða leikhlutanum og tryggði sér framlengingu. Körfubolti 13. nóvember 2006 21:29
Haukar lögðu Keflavík Íslandsmeistarar Hauka lögðu Keflvíkinga í stórleik dagsins í kvennakörfunni 90-81. Haukaliðið hafði 8 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og hélt forystu sinni jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Haukar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni, en þetta var fyrsta tap Keflvíkinga. Körfubolti 12. nóvember 2006 15:54
Tap hjá Haukum Haukastúlkur töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í Evrópukeppni kvenna í körfubolta þegar þær lágu 92-72 á heimavelli fyrir sterku liði Gran Canaria. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Hauka í kvöld en það dugði skammt. Körfubolti 9. nóvember 2006 21:07
Haukar - Canaria í kvöld Haukastúlkur hefja þáttöku sína í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær taka á móti sterku liði Caja Canarias á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og rétt að skora á alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á ungu liði Hauka. Körfubolti 9. nóvember 2006 18:43
Mikið fjör á öllum vígstöðvum í kvöld Það verður mikið um að vera í körfuboltanum í kvöld. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin og þá eru fjórir leikir í úrvalsdeild karla og einn í efstu deild kvenna. Körfubolti 8. nóvember 2006 15:23
Fimm leikir í kvöld Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins. Körfubolti 29. október 2006 17:36
Tamara Bowie best í fyrstu umferðinni Bandaríska körfuknattleikskonan Tamara Bowie hjá Grindavík var leikmaður fyrstu umferðar í Iceland Express deild kvenna samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ en hún átti stórleik gegn liði Hamars/Selfoss. Þetta kemur fram á vef körfuknattleikssambandsins í dag. Körfubolti 25. október 2006 22:15
Birna Valgarðsdóttir meiddist á hné Landsliðskonan Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að liðþófi í hné hennar rifnaði á æfingu á mánudagskvöldið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þetta er liði Keflavíkur mikið áfall en Birna á enn eftir að fara í speglun þar sem betur kemur í ljós hve alvarleg meiðsli hennar eru. Körfubolti 25. október 2006 22:15
Góður sigur Keflavíkurstúlkna í Grindavík Önnur umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð yfir til Grindavíkur og sigruðu 72-69. Takesha Watson skoraði 35 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflavík og María Erlingsdóttir skoraði 17 stig. Tamara Bowie fór hamförum í liði Grindavíkur með 33 stig og 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Körfubolti 25. október 2006 21:18
Íslandsmeistararnir verja titla sína Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag. Sport 17. október 2006 17:44
Páll Axel safnaði mestu fé Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna. Körfubolti 16. október 2006 21:45
Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Körfubolti 6. október 2006 18:46
Undanúrslitin hefjast annað kvöld Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna undanúrslitaleikjanna í karla- og kvennaflokki í fyrirtækjabikar KKÍ sem nefnist Powerade bikarinn að þessu sinni. Keppni þessi hefur verið árviss viðburður í tíu ár og ráðast úrslitin um næstu helgi í Laugardalshöllinni. Körfubolti 4. október 2006 17:00
Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Sport 13. júní 2006 16:27
Haukar Íslandsmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur. Sport 7. apríl 2006 20:48
Haukar í vænlegri stöðu Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn. Sport 4. apríl 2006 21:33
Haukar komnir yfir Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn. Sport 4. apríl 2006 21:17
Keflavík yfir í hálfleik Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum. Sport 4. apríl 2006 21:05
Stúdínur lögðu Hauka Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum. Sport 25. mars 2006 19:22
Keflavík í úrslitin Keflavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir að hafa burstað granna sína í Grindavík 97-72 í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Keflavík vann því samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitum. Sport 24. mars 2006 21:16
Fer Keflavík í úrslitin? Keflavíkurstúlkur geta unnið sér sæti í úrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík náði að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í fyrrakvöld og getur því klárað dæmið í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 24. mars 2006 16:53