Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28. ágúst 2023 15:23
Meintur svikahrappur hafi lofað kynlífi og beðið um pening Kona sem er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum, þar af nokkrum með þroskaskerðingu er laus úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni frá því í byrjun mánaðar rann út í dag. Innlent 25. ágúst 2023 15:41
Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Innlent 25. ágúst 2023 15:19
Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Innlent 25. ágúst 2023 14:48
Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 25. ágúst 2023 13:44
Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Innlent 24. ágúst 2023 16:53
Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Innlent 24. ágúst 2023 15:21
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23. ágúst 2023 13:31
Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. Innlent 22. ágúst 2023 12:49
Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21. ágúst 2023 14:04
Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Innlent 20. ágúst 2023 11:25
Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Innlent 17. ágúst 2023 12:16
Fá að skoða síma í þágu rannsóknar á hefndarklámi Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem heimiluð var rannsókn á efni farsíma manns sem lagt var hald á í þágu rannsóknar á hefndarklámi. Innlent 16. ágúst 2023 11:48
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15. ágúst 2023 12:40
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. Innlent 14. ágúst 2023 12:11
Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það. Innlent 12. ágúst 2023 08:00
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 10. ágúst 2023 21:01
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Innlent 9. ágúst 2023 15:59
Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9. ágúst 2023 12:13
Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9. ágúst 2023 08:49
Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Innlent 4. ágúst 2023 14:26
Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Innlent 4. ágúst 2023 13:33
Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Innlent 2. ágúst 2023 12:00
Byggingarstig hússins hafi legið fyrir við kaup Fullyrðingar kaupanda húss í Hafnarfirði, um að logið hafi verið að honum að húsið hafi verið fulltilbúið, virðast ekki halda vatni. Í dómi frá árinu 2013 vegna meintra galla á húsinu segir að óumdeilt sé að fasteignin hafi verið skráð fokheld við kaupin og að það hafi komið fram í sölugögnum. Innlent 1. ágúst 2023 13:57
Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi. Innlent 1. ágúst 2023 13:40
Hótaði að myrða fyrrverandi sambýliskonu í nálgunarbanni Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Innlent 31. júlí 2023 16:48
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Viðskipti innlent 31. júlí 2023 11:47
Kom að líki hinnar 16 ára Amber Gibson: Snerti líkið á óviðeigandi hátt og faldi það svo Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni. Erlent 26. júlí 2023 18:38
Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. Innlent 26. júlí 2023 06:42
Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Erlent 25. júlí 2023 18:42