Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Innlent 14. apríl 2021 06:36
Gasmengun yfir höfuðborgarsvæðinu á morgun Spá Veðurstofunnar um gasmengun frá eldstöðvunum á Reykjanesskaga gerir ráð fyrir að gasmengun berist til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Innlent 13. apríl 2021 22:22
Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. Innlent 13. apríl 2021 20:34
Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. Innlent 13. apríl 2021 17:35
Varað við brennisteinsmengun í borginni Líklegt er að brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu á Reykjanesi berist til höfuðborgarinnar og að mengunar verður vart um tíma í dag og á morgun. Viðkvæmum einstaklingum, foreldrum barna og atvinnurekendum er ráðlagt að fylgjast með loftgæðamælingum. Innlent 13. apríl 2021 13:08
Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Innlent 13. apríl 2021 13:00
Allir vilja eiga sjálfu með eldgosi Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis hefur fylgst vel með gosinu við Fagradalsfjall síðan það hófst föstudaginn 19. mars síðast liðinn. Lífið 13. apríl 2021 12:01
Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. Lífið 13. apríl 2021 11:30
Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Innlent 13. apríl 2021 11:27
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. Innlent 13. apríl 2021 09:06
Vakt við gosstöðvarnar frá kl. 12 Viðbragðsaðilar munu standa vaktina á gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá hádegi í dag eins og í gær. Innlent 13. apríl 2021 06:50
Hraunrennslið minnkar Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa. Innlent 12. apríl 2021 23:13
Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið. Innlent 12. apríl 2021 17:33
Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli. Innlent 12. apríl 2021 15:19
Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. Innlent 12. apríl 2021 13:49
Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. Lífið 12. apríl 2021 12:52
Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. Lífið 12. apríl 2021 11:30
Bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg Það er bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 12. apríl 2021 09:16
Opna á hádegi og þangað til verða engir viðbragðsaðilar á staðnum Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða opnaðar almenningi á hádegi í dag og fram að þeim tíma verða engir viðbragðsaðilar á gosstöðvunum sjálfum. Innlent 12. apríl 2021 06:44
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. Innlent 11. apríl 2021 20:01
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. Innlent 11. apríl 2021 14:37
Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hrauntungna Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum. Innlent 11. apríl 2021 14:33
Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Innlent 11. apríl 2021 12:00
Mildir suðlægir vindar leika um landið Spáð er rigningu eða slyddu í flestum landshlutum í dag fyrir tilstilli lægðar vestur af landinu sem beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Búist er við því að gasmengun leggi yfir norðanverðan Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðið í dag. Innlent 11. apríl 2021 07:32
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. Innlent 10. apríl 2021 23:05
Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Innlent 10. apríl 2021 20:01
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarinnar Gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli blæs nú yfir höfuðborgarsvæðið og flokkast loftgæði, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar, miðlungsgóð til slæm. Loftgæðin eru hvað verst á suðausturhluta höfuðborgarsvæðisins og mælast rúm 200 míkrógrömm af brennisteinsgasi í Norðlingaholti. Innlent 10. apríl 2021 17:17
Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Innlent 10. apríl 2021 16:08
Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Innlent 10. apríl 2021 10:10
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Innlent 10. apríl 2021 08:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent