Stjóri Chelsea gæti spilað einum framherja sínum meira í vörninni í vetur Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bandaríski framherjinn Christian Pulisic sé opinn fyrir því að færa sig mun aftar á völlinn á þessu tímabili. Enski boltinn 3. ágúst 2021 15:46
Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eiga að hætta að gefa svona mörg „veik“ víti Það voru dæmd 125 víti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þeim mun væntanlega fækka talsvert á komandi leiktíð ef marka má fyrirmæli frá yfirmönnum dómaramála í Englandi. Enski boltinn 3. ágúst 2021 11:30
Kane skrópaði á æfingu Tottenham í morgun Harry Kane virðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að komast burt frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham í sumar. Enski boltinn 2. ágúst 2021 10:52
Segir ekki koma til greina að selja Xhaka Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir ekki koma til greina að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka verði seldur frá Lundúnarliðinu í sumar. Enski boltinn 2. ágúst 2021 10:01
Chelsea lagði Arsenal í æfingaleik Nágrannaliðin Arsenal, Chelsea og Tottenham leika sínu síðustu æfingaleiki á móti hvert öðru í Lundúnum í vikunni. Enski boltinn 1. ágúst 2021 19:33
Telur Liverpool þurfa að bæta við sig leikmönnum til að keppa um titilinn Liverpool goðsögnin Jamie Carragher kveðst ekki sannfærður um að núverandi leikmannahópur Liverpool sé nógu sterkur til að vinna ensku úrvalsdeildina sem hefst um miðjan mánuðinn. Enski boltinn 1. ágúst 2021 15:00
Keyptur til Leeds úr norsku úrvalsdeildinni Norski markvörðurinn Kristoffer Klaesson er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Leeds United. Enski boltinn 31. júlí 2021 22:01
Útilokar endurkomu til Real Madrid Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez segist ekki vita með hvaða liði hann muni spila á komandi leiktíð. Enski boltinn 31. júlí 2021 20:00
Aston Villa búið að finna arftaka Grealish? Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur náð samkomulagi við þýska úrvalsdeildarliðið Bayer Leverkusen um kaup á Leon Bailey. Enski boltinn 31. júlí 2021 19:01
Carragher varar stuðningsmenn Liverpool við Liverpool goðsögnin Jamie Carragher segir stuðningsmenn félagsins ekki geta búist við því að Virgil van Dijk snúi til baka í vörn liðsins og smelli öllu í lás á einu augnabliki. Enski boltinn 31. júlí 2021 17:02
Rashford mun missa af fyrstu leikjum tímabilsins Manchester United hefur staðfest að sóknarmaðurinn Marcus Rashford muni loks gangast undir aðgerð á öxl. Enski boltinn 31. júlí 2021 07:00
Ekkert smit í herbúðum Man Utd Enginn leikmaður Manchester United greindist smitaður af kórónuveirunni en grunur lék á hópsmiti í aðalliðshóp félagsins eftir daglegt flýtipróf. Enski boltinn 30. júlí 2021 21:30
Trent hjá Liverpool til 2025 Enski varnarmaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur gert nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Enski boltinn 30. júlí 2021 18:30
City býður hundrað milljónir punda í Grealish Englandsmeistarar Manchester City hafa gert Aston Villa rausnarlegt tilboð í enska landsliðsmanninn Jack Grealish. Enski boltinn 30. júlí 2021 16:16
White til Arsenal á fimmtíu milljónir punda Arsenal hefur gengið frá kaupunum á varnarmanninum Ben White frá Brighton. Kaupverðið er fimmtíu milljónir punda. Enski boltinn 30. júlí 2021 15:10
Grunur um hópsmit innan Manchester United liðsins Manchester United mun ekki spila æfingaleik á móti Preston á laugardaginn því félagið varð að fresta leiknum af öryggisráðstöfunum. Enski boltinn 30. júlí 2021 09:00
Spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að fagna þrátt fyrir tap liðsins fyrir Herthu Berlín í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez sneru aftur eftir langvinn meiðsli. Fótbolti 29. júlí 2021 21:31
West Ham fær heimsmeistara í markið Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Fótbolti 29. júlí 2021 18:30
Sagður hafa boðið Liverpool Paul Pogba Það er mikill órói í kringum franska landsliðsmanninn Paul Pogba og framtíð hans hjá Manchester United er í miklu uppnámi. Enski boltinn 29. júlí 2021 14:00
Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97 Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið. Enski boltinn 29. júlí 2021 11:33
Solskjær: Man. United sannaði metnað sinn með því að kaupa Sancho og Varane Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er ánægður með kaup félagsins í sumar en Manchester United keypti enska landsliðsmanninn Jadon Sancho frá Borussia Dortmund og franska landsliðsmiðvörðinn Raphael Varane frá Real Madrid. Enski boltinn 29. júlí 2021 08:20
Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Fótbolti 29. júlí 2021 07:00
Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu. Fótbolti 28. júlí 2021 07:01
Rashford líklega á leið í aðgerð Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn. Fótbolti 27. júlí 2021 20:31
United staðfestir komu Varane Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur greint frá því að það hafi náð samkomulagi um kaup á franska landsliðsmanninum Raphael Varane frá Real Madrid. Fótbolti 27. júlí 2021 19:00
Chelsea sagt vera að fá franskan varnarmann undan nefi Tottenham Hinn 22 ára gamli Jules Koundé, varnarmaður Sevilla á Spáni, er sagður vera langt komin í viðræðum við Chelsea um að ganga í raðir Meistaradeildarmeistaranna. Koundé var í viðræðum við Tottenham en hann vill spila Meistaradeildarfótbolta. Fótbolti 27. júlí 2021 17:45
Rooney meiddi eigin leikmann á æfingu Vandamálin hrannast upp hjá Wayne Rooney og enska B-deildarliðinu Derby County. Enski boltinn 27. júlí 2021 16:30
Alderweireld farinn til Katar Belgíski landsliðsmaðurinn Toby Alderweireld er farinn frá Tottenham til Al-Duhail í Katar. Enski boltinn 27. júlí 2021 11:17
Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“ Enski boltinn 27. júlí 2021 07:00
Manchester United og Real Madrið sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Varane Raphaël Varane er við það að ganga í raðir Manchester United frá Real Madrid. Kaupverðið er sagt vera 41 milljón punda. Enski boltinn 26. júlí 2021 22:01