Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Eurovision: Gríska goðið fílar Ísland

Við spjölluðum við söngvarann og lagahöfundinn Giorgos Alkaios, fulltrúa Grikklands í Eurovisionkeppninni, eftir lokaæfinguna í gærdag. Við spurðum gríska goðið út í atriðið hans og hvernig honum líst á íslenska hópinn. Grikkinn komst upp úr fyrri undanúrslitakeppninni með lagið OPA sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Fjölmiðlabann Heru

Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Tilbúin fyrir stóru stundina - myndir

Hera Björk og Örlygur Smári höfundar lagsins Je Ne Sais Quoi eru ánægð með síðustu æfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í Osló dag. Í kvöld flytur Hera ásamt söngvurum lagið í beinni útsendingu í fyrra undanúrslitakvöldi Evrópusöngvakeppninnar sem hefst klukkan 19:00 í kvöld. Sautján lög verða flutt og komast tíu lög áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Skoða má Heru Björk og hennar fólk í myndasafninu en þau verða síðust á svið í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Eurovison: Kjóllinn geymdur á öruggum stað

Við kíktum í morgun á hótelið þar sem íslenski hópurinn dvelur. Þar hittum við Emilíönu Tómasdóttur hárgreiðslukonu, Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, Elínu Reynisdóttur förðunarfræðing og Birnu Gyðu Björnsdóttur danshöfund.

Lífið
Fréttamynd

Eurovisionkveðja frá Osló - myndband

„Við erum að fara upp á herbergi með smá pizzu áður en við förum á æfingu núna í kvöld í Telenor-höllinni," sagði Pétur Örn Guðmundsson söngvari sem var með fangið fullt af pizzum þegar við hittum hann og söngkonurnar Heiðu Ólafs og Ernu Hrönn á Radisson hótelinu í Osló í gærkvöldi. Þá senda söngvararnir Íslendingum hlýja Eurovisionkveðju í meðfylgjandi myndskeiði. Hera Björk á rauða dreglinum.

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk stelur senunni í Osló - myndir

Opnunarhátíð Eurovisionkeppninnar var haldin hátíðleg í Ráðhúsi Oslóar í gær þar sem norski dúettinn Bobbysocks söng meðal annars lagið La det swinge við mikinn fögnuð viðstaddra. Hera Björk fékk gríðarlega mikla athygli fjölmiðla þegar hún mætti á rauða dregilinn.

Lífið
Fréttamynd

Alíslenskt undanúrslitakvöld

Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, "Fósturjörð“, er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur.

Lífið
Fréttamynd

Sökuð um svindl í Eurovision

"Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson,

Lífið
Fréttamynd

Haffi, Gröndal og jötnarnir

Áfram heldur Eurovisionmaraþonið í Laugardagslögum Rúv. Í kvöld er komið að fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið og að því yfirstöðnu verður loksins ljóst hvaða átta lög keppa til sigurs á stóra úrslitakvöldinu 23. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Hver fer til Belgrad?

Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref.

Lífið
Fréttamynd

Waterloo besta Eurovision-lagið

Lagið Waterloo, sem hljómsveitin Abba flutti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974, var í gærkvöld valið Eurovision-lag allra tíma á hátíð, sem haldin var í Kaupmannahöfn en Eurovision hefur nú verið haldið 50 sinnum.

Tónlist
Fréttamynd

Bestu lögin koma á plötu

Sjónvarpið hefur falið fyrirtækinu BaseCamp að sjá um framkvæmd forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á næsta ári. Frestur til að skila inn lögum rennur út 18. næsta mánaðar, en skilyrði er að texti sé á íslensku, auk þess sem lagið má ekki vera lengra en þrjá mínútur. >

Innlent
Fréttamynd

Um 24 lög í forkeppni Eurovision

Sjónvarpið stefnir að því að 24 lög taki þátt í forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í innlendri dagskrárdeild hjá Ríkisútvarpinu, segir ekki fullmótað með hvaða hætti keppnin verði.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin í sigursæti í Ástralíu

Björgvin Björgvinsson sigraði í svigkeppni í Ástralíu í morgun. Sindri Már Pálsson varð sjöundi og Kristinn Ingi Valsson áttundi. Kristján Uni Óskarsson keyrði út úr brautinni í seinni ferðinni. Björgvin Björgvinsson hefur forystu í stigakeppni þessa móts en þarna keppa skíðamenn aðallega frá Nýja Sjálandi og Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Draumurinn búinn

Það fór þá svo að aðvörunarorð Selmu áttu fullkomlega rétt á sér og það er ekki laust við að ég finni til samúðar í hennar garð því hún gaf allt í þetta. Margra mánaða vinna að baki, lagið mun betra en einhver þeirra sem komust áfram og get ég meðal annars nefnt Makedóníu, en svona er þetta.

Lífið
Fréttamynd

Hálftóm tíu þúsund manna höll?

Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar.

Innlent
Fréttamynd

Selma fellur í veðbönkum

Samkvæmt enskum veðbönkum fellur íslenska lagið á listanum yfir líklegustu sigurvegara í úrslitakeppninni á laugardag. Það fer úr fjórða sæti niður í það sjötta. Ísland er þó enn í þriðja sæti á lista yfir liðin í forkeppninni í kvöld á eftir Noregi og Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision draumurinn úti

Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin  fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi.

Innlent
Fréttamynd

Segja söng Selmu ábótavant

Það eru margir vefir sem fjalla einungis um Eurovision og er haldið úti, oft á tíðum af sjúklegum aðdáendum þessarar keppni. Einn þeirra heitir doteurovision.com. Í umfjöllun þeirra um Selmu á æfingum í gær kemur fram að þar fari greinilega atvinnumaður í greininni, en það vanti aðeins uppá í söngnum.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Hettan farin

Þriðja rennslinu lokið, en ég horfði á það á sjónvarpsskjá í blaðamannatjaldinu. Búningurinn er eins nema að hettan í upphafinu er farin. Það er skemmst frá því að segja að þetta er besta frammistaða Selmu hér í Kænugarði og ef fer sem horfir þurfum við engar áhyggjur að hafa af frammistöðu hennar í kvöld.

Lífið