Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Lífið 10. maí 2023 13:35
„Hann verður lukkutröllið mitt" „Álfurinn boðar gæfu og gleði fyrir alla sem fá hjálp frá SÁÁ. Ég er viss um að þessir jákvæðu álfastraumar fylgja mér upp á sviðið í Liverpool,“ segir söngkonan Diljá Pétursdóttir, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið samstarf 10. maí 2023 12:38
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. Lífið 10. maí 2023 11:50
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. Lífið 9. maí 2023 21:22
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Lífið 9. maí 2023 19:09
Eurovisionvaktin: Allt látið flakka á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 9. maí 2023 17:16
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. Lífið 9. maí 2023 09:54
„Þetta er bara algjör veisla“ Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir segir æðislega stemningu í Liverpool og er spennt fyrir komandi viku. Lífið 8. maí 2023 12:09
Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. Lífið 7. maí 2023 19:47
Eurovision-sigurvegari heiðursgestur á Selfossi á úrslitakvöldinu Danska söngkonan Emmelie De Forest, sem bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2013 með laginu Only Teardrops, mun taka lagið í sérstöku Eurovision-partýi á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Úrslit Eurovision í Liverpool fara fram umrætt kvöld. Lífið 7. maí 2023 18:24
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. Lífið 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Lífið 5. maí 2023 09:01
Íslendingar svartsýnir á gengi Íslands í Eurovision Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni. Lífið 3. maí 2023 15:00
Diljá eftir fyrstu æfinguna: „Þetta var bara geðveikt“ Diljá Pétursdóttir steig í fyrsta skipti á svið í Eurovision höllinni í Liverpool í dag. Um var að ræða fyrstu æfingu íslenska hópsins. Diljá segir æfinguna hafa gengið vel og að nú verði farið í að laga það sem gekk ekki. Lífið 2. maí 2023 14:02
Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar. Lífið 1. maí 2023 11:38
Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Það er óhætt að segja að hin kraftmikla og hæfileikaríka Diljá Pétursdóttir hafi sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu mánuðum en hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun því keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd eftir aðeins örfáa daga. Lífið 27. apríl 2023 21:00
Er tilbúinn fyrir Eurovision sviðið en leynd hvílir yfir laginu „Ég er mjög spenntur. Ég er náttúrlega búinn að vita af þessu núna í smá stund og búinn að undirbúa dálítið og þetta er að verða tilbúið,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem fær loksins stíga á Eurovision sviðið þann 13. maí næstkomandi. Lífið 21. apríl 2023 15:31
„Hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision“ Íslenskir ofuraðdáendur Eurovision söngvakeppninnar í FÁSES eru hrifnari af finnska framlaginu í ár og möguleikum þess í keppninni heldur en því sænska. FÁSES kvaddi Diljá Pétursdóttur í gær á Kex Hostel og formaðurinn hefur fulla trú á góðu gengi Íslands. Lífið 19. apríl 2023 22:21
Eurovision draumur sem breyttist í martröð: „Leið eins og ég hefði brugðist öllum“ Söngkonuna Maríu Ólafsdóttur hafði alla tíð dreymt um að keppa í Eurovision. Þegar sá draumur rættist árið 2015 breyttist draumurinn þó fljótt í hreina martröð. Átta árum síðar er María enn að vinna úr áfallinu og vekur hún athygli á því hve djúpstæð áhrif neikvæð orðræða á netinu getur haft á einstaklinga. Lífið 19. apríl 2023 21:03
Daði Freyr fær loksins að stíga á Eurovision sviðið í beinni útsendingu Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr mun stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision í ár. Þetta tilkynnti Daði á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Lífið 17. apríl 2023 11:31
Fluttu saman Eurovision lög hvor annars og allt varð vitlaust Kvöldstund með Eyþóri Inga hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöld. Lífið 25. mars 2023 20:01
Loreen mætt á Íslenska listann Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar. Tónlist 25. mars 2023 17:02
Diljá númer sjö í Eurovision Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. Lífið 22. mars 2023 19:14
Diljá komin á toppinn Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum. Tónlist 18. mars 2023 17:00
Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 15. mars 2023 16:01
Hittu hann á djamminu í Dublin og Mel Gibson bauð Siggu með sér upp á hótelherbergi Á fimmtudaginn fóru þau Sigga Beinteins og Eyjólfur Kristjánsson yfir fréttir síðustu viku en rifjuðu einnig upp stórkostlega sögu. Lífið 13. mars 2023 12:30
Loreen keppir fyrir hönd Svía í Eurovision Söngkonan Loreen vann undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld. Hún er sem fyrr talin langsigurstranglegust í keppninni sem haldin verður í Liverpool í ár. Lífið 11. mars 2023 21:12
Uppáhalds Eurovision lög Íslendinga Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir fréttir vikunnar og Eurovision með kempunum Eyjólfi Kristjánssyni og Sigríði Beinteinsdóttur. Lífið 10. mars 2023 10:30
Seldist upp á 36 mínútum Miðar á lokakvöld Eurovision í Liverpool í maí seldust upp á 36 mínútum í dag. Klukkutíma síðar hafði selst upp á undankeppnirnar og allar æfingarnar fyrir keppnina. Lífið 7. mars 2023 16:40
Diljá spáð áfram í úrslitin Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni. Lífið 7. mars 2023 12:05