Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bylgju­lestin mætir á Danska daga

Laugardaginn 24. júní mun Bylgjulestin heimsækja Stykkishólm en búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina þegar bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Frá­bær stemning í brakandi blíðu

Bylgjulestin var á Akureyri síðasta laugardag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Veðrið lék við bæjarbúa og aðra gesti svo ekki er skrýtið að stemningin hafi verið einstaklega góð í bænum þennan daginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Festist á Tortóla í faraldrinum

Lífskúnstnerinn, ævintýramaðurinn, flugþjóninn, siglingaþjálfarinn og mótorhjóla áhugamaðurinn Þór Örn Flygenring ber bersýnilega marga hatta og hefur verið óhræddur við að ferðast til framandi staða einn síns liðs. 

Ferðalög
Fréttamynd

Hefur nú heim­sótt öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna: „Ó­lýsan­leg til­finning“

Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar.

Lífið
Fréttamynd

Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair

Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­bólgu­varnir á ferða­lögum

Það er dýrt á Íslandi, eins og okkur leiðist seint að benda á. Raunar á gamla góða íslenska veðrið á hættu að missa öruggt sæti sitt sem það fyrsta sem við fussum og sveium yfir þegar okkur dettur ekkert betra í hug.

Skoðun
Fréttamynd

Sólarexemið og húðblettirnir hurfu

Melkorka Kvaran er þekkt útvistarkona og hefur verið viðloðandi þjálfun og almenna heilsurækt í 25 ár. Melkorka er starfandi hjúkrunarfræðingur en er að auki menntaður matvælafræðingur og íþróttakennari. Hún hefur góða reynslu af vörum Saga Natura.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið

Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út.

Ferðalög
Fréttamynd

Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina

„Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans.

Lífið
Fréttamynd

Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi

Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi lunda­stofn hræðir ferða­þjónustuna

Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Detroit

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“

Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Segir að Ís­lendingar elski að vera naktir í náttúrunni

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni.

Lífið
Fréttamynd

Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar

„Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi.  Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans.

Innlent
Fréttamynd

Fær „drauma­ferð“ sem fór út um þúfur ekki bætta

Kona sem missti af því sem hún lýsti sem draumaferð vegna glundroða á alþjóðlegum flugvöllum síðasta sumar fær kostnað sinn ekki endurgreiddan frá ferðaskrifstofunni sem bókaði ferðina. Hún taldi ráðgjöf ferðaskrifstofuna hafa verið óábyrga vegna ástandsins á flugvöllum á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent