Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Fjórir fremstu stefna á sigur

Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport.

Formúla 1
Fréttamynd

Rásröð breytt eftir brot Heidfelds

Rásröðinni í Formúlu 1 mótinu í Singapúr var breytt eftir tímatökuna vegna brots í brautinni. Dómarar töldu að Nick Heidfeld hefði hindrað Rubens Barrichello í tímatökunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa fremstur á ráslínu í Singapúr

Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Hún fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Trulli ósammála 1,3 miljóna sekt

Ítalinn Jarno Trulli fékk 1,3 miljóna sekt fyrir brot í brautinni í gær. Hann snarsnerist í upphafi beinasta kafla brautarinnar ók síðan gegn akstursstefnu bílanna í smástund til að komast útaf brautinni

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stal senunni í Síngapúr

Spánverjinn Fernando Alonso stal senuni á lokamínútu annarrar æfingar Formúlu 1 liða á Síngapúr brautinni í dag. Hann náði besta tíma á Renault.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa vill landa báðum meistaratitlunum

Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut.

Formúla 1
Fréttamynd

Ökumenn vilja skýrari reglur frá FIA

Samtök Formúlu 1 ökumanna vill fá betri skýrari reglur á borðið frá FIA, eftir að áfrýjunardómstóll FIA staðfesti dóm yfir Lewis Hamilton frá Spa mótinu í Belgíu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fékk ekki uppreisn æru hjá FIA

Áfrýjunardómstóll FIA í Paris staðfesti í dag úrskurð dómara í Spa mótinu í Belgíu á dögunum, þar sem Lewis Hamilton var dæmdur brotlegur. McLaren áfrýjaði málinu og það var tekið fyrir í gær og í dag á fundi áfrýjunardómstólsins með lögfræðingum McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Ég er ekki Schumacher

Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel bestur í bleytunni

Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, gerði sér lítið fyrir og náði bestum tíma í tímatökunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Blautt á Monza

Gera þurfti hlé á lokaæfingunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni vegna rigningar í morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen framlengir

Ferrari hefur framlengt samning við heimsmeistarann Kimi Raikkönen út tímabilið 2010. Þar með hefur Ferrari bundið enda á vangaveltur um framtíð finnska ökumannsins hjá liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton ætlar að gleyma Spa

Lewis Hamilton hjá McLaren segist hættur að velta sér upp úr atburðum síðustu helgar þegar hann var sviptur sigrinum á Spa brautinni í Belgíu.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren áfrýjar

McLaren liðið ætlar að áfrýja niðurstöðu dómara í Belgíukappakstrinum í dag þar sem ökumaður liðsins Lewis Hamilton var sviptur sigri sínum og færður niður í þriðja sæti fyrir að brjóta reglur.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa dæmdur sigur á Spa

Lewis Hamilton hefur fengið sigur sinn í Belgíukappakstrinum dæmdan af sér eftir að sýnt þótti að hann hefði brotið reglur. Hann fékk 25 sekúndna refsingu og fellur því niður í þriðja sæti í keppninni.

Formúla 1