Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Gengur illa að höndla pressuna

Lewis Hamilton verður að útiloka sig frá utanaðkomandi áreiti og einbeita sér að akstrinum ef hann ætlar að berjast um meistaratitilinn í Formúlu-1.

Formúla 1
Fréttamynd

Sigur hjá Massa

Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í.

Formúla 1
Fréttamynd

Fyrsti sigur Kubica

Robert Kubica vann í dag sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Montreal kappakstrinum. Þetta var góður dagur fyrir BMW, því félagi hans Nick Heidfeld náði öðru sætinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg fljótastur á lokaæfingu

Williams-ökumaðurinn Nico Rosberg náði bestum tíma allra á lokaæfingunni fyrir tímatökur fyrir Montreal kappaksturinn í Kanda í dag. Rosberg var hársbreidd á undan heimsmeistaranum Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Næstir komu þeir Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa hjá Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Mosley áfram í starfi

Max Mosley mun halda áfram sem forseti alþjóðasambands akstursíþrótta. Haldin var kosning innan sambandsins í dag og vann Mosley 103 af 169 atkvæðum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton sigraði í Mónakó

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa á ráspól í Mónakó

Ferrari gerði góða hluti í tímatökunum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 á morgun. Felipe Massa náði besta tímanum og verður á ráspól og félagi hans Kimi Raikkönen náði öðrum besta tímanum.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen fljótastur í Mónakó

Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen ók mjög vel á fyrstu æfingunni fyrir Mónakókappaksturinn í dag og náði besta tíma allra keppenda. Lewis Hamilton náð næstbesta tímanum og Heikki Kovalainen náði þriðja besta tímanum.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa á ráspólnum

Felipe Massa, ökumaður Ferrari, náði besta tímanum í tímatöku fyrir kappaksturinn í Tyrklandi. Hann verður því á ráspólnum en þar fyrir aftan er Heikki Kovailainen á McLaren og Lewis Hamilton er þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Super Aguri dregur sig úr keppni

Lið Super Aguri hefur dregið sig úr keppni í Formúlu 1 vegna fjárhagsörðugleika. Japanska liðið verður því ekki með í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Kovalainen áfram á sjúkrahúsi

Heikki Kovalainen verður haldið á sjúkrahúsi í Barcelona í eina nótt til viðbótar á meðan að hann gengst undir rannsóknir vegna árekstursins í spænska kappakstrinum í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen upp að hlið landa síns

Kimi Raikkönen komst í 51. skiptið á verðlaunapall á ferlinum í dag þegar hann sigraði í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1. Hann hefur þar með komist jafnoft á verðlaunapall og landi hans Mika Hakkinen á sínum tíma.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen sigraði í Barcelona

Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen á ráspól í Barcelona

Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari verður á ráspól í Barcelona kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að frábær lokahringur hans í tímatökum í dag tryggði honum besta tímann.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen náði besta tíma

Finninn Kimi Raikkönen á Ferrari náði besta tímanum á kappakstursbrautinni í Barcelona í dag, á seinni æfingu keppnisliða. En það voru þeir Nelson Piquet og Fernando Alonso á Renault sem stálu senunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Æfingar í Barcelona

Kimi Raikkönen hjá Ferrari var sneggstur allra á æfingu á Barcelona brautinni í morgun. Liðsfélagi hans, Felipe Massa, var aðeins 50/1000 á eftir honum. Massa var þó mistækur á æfingunni og snerist í þrígang í brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso vill bíl sem getur sigrað

Fernando Alonso segist vera líklegri til að halda tryggð við Renault ef liðið getur komið með bíl sem getur unnið keppnir. Alonso fór aftur til Renault og skrifaði undir tveggja ára samning en hefur aðeins fengið sex stig úr þremur fyrstu keppnum tímabilsins.

Formúla 1