Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Engin inn­stæða í Tékk­landi

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri beið afhroð í Tékklandi þar sem það mætti heimamönnum í undankeppni EM 2025 í knattspyrnu. Lokatölur 4-1 Tékkum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Kæra blaða­mann fyrir hatursorðræðu

Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir búning Henson þann ljótasta í sögunni

Framherjinn fyrrverandi Stan Collymore verður seint talinn aðdáandi „skandinavíska“ fatamerkisins Henson. Hann gengur svo langt að kalla merkið, sem framleiddi eitt sinn treyjur Aston Villa, algjöran skít (e. absolute shite).

Enski boltinn
Fréttamynd

Rétt gíraður Eiður sé einn besti haf­sent landsins

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari ný­liða Vestra í Bestu deild karla í fót­­bolta segir nýjasta leik­mann liðsins. Reynslu­­boltann Eið Aron Sigur­björns­­son, vera þá týpu af leik­manni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög móti­veraður fyrir komandi tíma­bili með Vest­­firðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta haf­­sent deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Erum bara á flottum stað miðað við árs­tíma“

Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vitum hvað fimm hundruð Ís­lendingar geta gert“

Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra.

Fótbolti
Fréttamynd

Brast í grát á blaða­manna­fundi

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri stein­lá í fyrsta leik Eiðs Arons

Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn