Fótbolti

Gaf lítið upp en er bjart­sýn á sigur gegn Ís­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands og Pia Sundhage, landsliðsþjálfari Sviss á blaðamannafundum sinna liða í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands og Pia Sundhage, landsliðsþjálfari Sviss á blaðamannafundum sinna liða í gær. Vísir/Samsett mynd

Pia Sund­hage, lands­liðsþjálfari sviss­neska kvenna­lands­liðsins, segir sitt lið hafa unnið sína heima­vinnu varðandi lands­lið Ís­lands en liðin mætast á EM kvenna í fót­bolta í kvöld í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið.

Á blaða­manna­fundi í gær á Wankdorf leik­vanginum í Bern sagði Pia að sitt lið þyrfti að hafa góðar gætur á Sveindísi Jane Jóns­dóttur. Bæði Ís­land og Sviss töpuðu leikjum sínum í fyrstu um­ferð riðla­keppninnar og því erum nokkurs konar úr­slita­leik að ræða fyrir bæði lið upp á fram­haldið í riðlinum að gera.

Töpin voru hins vegar um margt ólík. Ís­land átti slæman dag, von­brigða frammistöðu gegn Finn­landi í 1-0 tapi á meðan að Sviss tapaði 2-1 fyrir Noregi en tók með sér marga jákvæða punkta í frammistöðu sinni.

„Mér fannst mitt lið fá meira sjálf­s­traust þrátt fyrir þetta tap, sagði Pia á blaða­manna­fundinum í gær en Sviss leikur á heima­velli í keppninni og búist við um og yfir 30 þúsund stuðnings­mönnum á leik kvöldsins. „Það verður pressa á okkur en leik­menn eru til­búnir. Liðsandinn er góður og við getum komið á óvart.“

Að­spurð um leik­planið í leiknum gegn Ís­landi lét Pia, sem er afar reynslu­mikill þjálfari og hefur þjálfað bestu lands­lið í heimi, ekkert uppi.

„Þú munt sjá það þegar að leiknum kemur,“ svaraði Pia en sagði sitt lið hafa unnið heima­vinnuna hvað varðar upp­legga ís­lenska lands­liðsins.

Pia tönglaðist oft á föstu leik­at­riðum ís­lenska lands­liðsins á blaða­manna­fundinum, vís­bending um að Sviss­lendingar ætli sér að loka á allar ógnir stelpnanna okkar þar.

„Ég er mjög bjartsýn,“ svaraði Pia að­spurð hvernig leikur kvöldsins leggst í hana.

Leikur Ís­lands og Sviss á EM í fót­bolta hefst klukkan sjö að ís­lenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla um­fjöllun íþrótta­deildar Vísis og Sýnar af mótinu.


Tengdar fréttir

Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld

Uppselt er á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld. Búist er við um tvö þúsund íslenskum stuðningsmönnum.

Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“

Stærsta stjarna svissneska liðsins, sem Ísland mætir á EM í kvöld, er alls ekki besti leikmaður liðsins. Alisha Lehmann er með 17 milljón fylgjendur á Instagram, langflesta af öllum fótboltakonum í heiminum. Sveindís Jane Jónsdóttir segir það gefa leiknum aukakrydd að Sviss sé með Lehmann innanborðs.

„Hann elskar ís­lenska stuðnings­menn“

Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann.

Svona var fundur Ís­lands fyrir stór­leikinn við Sviss á EM

Þor­steinn Halldórs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og Ingi­björg Sigurðar­dóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaða­manna­fundi á Wankdorf leik­vanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×