Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Munu bjóða í Man United á nýjan leik

Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vill að Mitro­vić og Fernandes fái tíu leikja bann

Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stjóri Bayern segir leikmenn sína lata

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, var æfur eftir tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í gær og gagnrýndi leikmenn þess harðlega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum klár­lega betra liðið“

Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn

Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio vann slaginn um Róm

Lazio hafði betur gegn Roma í slagnum um Rómarborg í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur í leik dagsins 1-0 Lazio í vil.

Fótbolti