Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á ó­vart á gervi­hnatta­öld

Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Garnacho frá næstu vikurnar

Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hender­son ekki með á Berna­béu

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ofur­kraftur minn er að skora mörk“

„Þetta er stórt kvöld. Í fyrsta lagi er ég stoltur af því að spila í þessari keppni, ég elska það. Fimm mörk! Að vinna 7-0 er ótrúlegt,“ sagði norski markahrókurinn Erling Braut Håland eftir ótrúlegan sigur Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm frá Håland og Man City flaug á­fram

Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfara Elíasar Rafns sparkað

Danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland hefur ákveðið að láta þjálfara sinn, Albert Capellas, fara. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Íslenski boltinn