Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mbappé marka­hæstur í sögu PSG

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bayern endurheimti toppsætið

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Fótbolti