Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hemp í sögu­bækurnar og Man City á toppinn

Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þú ert skil­greindur af nú­tíðinni“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var eðlilega ánægður að leik loknum á Akureyri í dag þar sem hans menn unnu 4-0 sigur á KA í Bestu deild karla. KR nú unnið tvo leiki í röð og með markatöluna 11-1 í leikjunum tveimur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lewandowski sá um Ala­vés

Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus fékk loksins á sig mark

Eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu fékk Juventus loks á sig mark þegar Cagliari kom í heimsókn í dag. Lokatölur 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf

Vestri steig stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í Bestu deild karla með 2-4 sigri á Fram í Úlfarsárdalnum í gær. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Vestramenn og lagði upp eitt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Man Utd hafði sam­band við Inzaghi

Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar.

Fótbolti