Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. Innlent 28. ágúst 2019 07:00
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Viðskipti erlent 27. ágúst 2019 22:00
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Innlent 27. ágúst 2019 19:25
Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. Innlent 27. ágúst 2019 07:00
"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 26. ágúst 2019 22:09
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. Viðskipti innlent 26. ágúst 2019 15:06
Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp. Innlent 26. ágúst 2019 14:30
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Innlent 26. ágúst 2019 13:30
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. Viðskipti innlent 26. ágúst 2019 06:00
Sjö látnir eftir að fisflugvél og þyrla rákust saman Lítil tveggja sæta flugvél og þyrla skullu saman yfir ströndum Mallorca í dag. Erlent 25. ágúst 2019 15:27
Hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum Flugmaðurinn slasaðist ekki en hann er nemandi hjá Keili. Innlent 24. ágúst 2019 12:00
Verkfall British Airways setur ferðaplön hundraða þúsunda í uppnám Flugmenn British Airways hafa boðað þrjá verkfallsdaga í næsta mánuði vegna kjaradeilna. Erlent 24. ágúst 2019 11:29
Þverneitar að hafa brotlent nýrri flugvél sinni viljandi til að vekja athygli á sér Bandarískur flugmaður hefur vakið mikla athygli fyrir að festa á myndband afleiðingar þess þegar hann brotlenti flugvél sinni í sjóinn undan strönd San Francisco-borgar síðastliðinn þriðjudag. Erlent 22. ágúst 2019 19:01
Þrjú hundruð ný ársverk skapist á næstu þremur árum á Reykjanesi Stjórnvöld hafa samþykkt að veita aukið fjármagn í verkefni á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna þeirrar stöðu sem skapaðist á vinnumarki í kjölfar gjaldþrots WOW air. Innlent 22. ágúst 2019 17:13
Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Ómar Benediktsson keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Viðskipti innlent 22. ágúst 2019 15:11
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. Erlent 22. ágúst 2019 14:26
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. Innlent 21. ágúst 2019 12:15
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Innlent 21. ágúst 2019 11:15
Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Viðskipti innlent 19. ágúst 2019 10:28
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Viðskipti innlent 19. ágúst 2019 09:40
Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum í New York hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. Erlent 18. ágúst 2019 20:12
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. Viðskipti innlent 17. ágúst 2019 07:00
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 19:30
MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 19:23
Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 18:48
Jóhann ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia Jóhann Gunnar starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og tengdum félögum. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 17:17
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 14:37
Minntust látins félaga með lágflugi Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. Innlent 16. ágúst 2019 07:37
Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Innlent 15. ágúst 2019 20:29
Hlekktist á í lendingu á Svefneyjum Tveir sluppu ómeiddir þegar lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum í Breiðafirði. Innlent 15. ágúst 2019 18:08