Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Norwegian færðist of mikið í fang

Greinendur telja að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi lagt of ríka áherslu á vöxt. Félagið hafi færst of mikið í fang. Ekki eru allir sannfærðir um að milljarða króna innspýting inn í félagið muni duga til.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flogið á ný eftir óhapp á jóladag

Farþegaþota Icelandair sem verið hefur til viðgerða frá því hún varð fyrir skemmdum á jóladag var tekin aftur í notkun í gær. Eins og fram hefur komið fauk þotan til vegna hvassviðris og skall annar vængur vélarinnar á landgangi sem henni hafði verið lagt við.

Innlent
Fréttamynd

Norwegian aflar sér ríflega 40 milljarða

Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bæjarráðið jákvætt í garð alþjóðaflugvallar

Bæjarráð sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á "náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg,“ að því er fram kemur í fundargerð ráðsins.

Innlent