Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Vildu ekki Pretty­boitjokko en fengu hann samt

Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan.

Neytendur
Fréttamynd

Mest verð­launaða um­hverfis­slysið skaðar sam­göngur þjóðar og lífs­skil­yrði

Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum.

Skoðun
Fréttamynd

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður flug­maður hand­tekinn í Skot­landi

Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París

Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir.

Erlent
Fréttamynd

Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum

Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð.

Innlent
Fréttamynd

Flug­stjóri Icelandair fylgdi ekki leið­beiningum

Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu.

Innlent
Fréttamynd

Verið undir­búin fyrir flug­tak

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald.

Skoðun
Fréttamynd

Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair

Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla.

Neytendur
Fréttamynd

Vilja allir fljúga?

Með árunum finnst mér millilandaflug farið að verða minna og minna spennandi. Öryggisleitin á flugstöðinni er niðurlægjandi. Hnútur í maganum í flugtaki. Innilokunarkenndin í flugvélinni þrúgandi. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um farþegaþotu sem upphitaðan þrýstiklefa á næstum hljóðhraða. Ef eitthvað klikkar, þá er maður dauður. Og nú er flugviskubitið verulega farið að naga mig.

Skoðun
Fréttamynd

Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak

Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra.

Erlent
Fréttamynd

Rang­færslur um skýrslu vegna Nýja Skerja­fjarðar

Vegna sífelldra rangfærslna um að það sé í lagi að ný byggð rísi í Skerjafirði vegna þess að „mótvægisaðgerðir“ muni bjarga málunum er rétt að leiðrétta þann misskilning sem borgarfulltrúar meirihlutans, borgarstjóri og aðrir vilja halda fram, hvort sem það er gert viljandi í áróðursskyni eða vegna vanþekkingar á málinu.

Skoðun