Réðst á flugfreyju vegna ágreinings um grímuskyldu Tvær tennur flugfreyju hjá Southwest Airlines brotnuðu eftir að farþegi réðst á hana um borð og sló hana í höfuðið. Atvikið átti sér stað í innanlandsflugi í Bandaríkjunum og náðist á myndband. Erlent 29. maí 2021 15:24
Munu hvergi hvika í baráttu gegn aðferðum Play Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, kveðst hvergi munu hvika í baráttu sambandsins gegn samningum flugfélagsins Play við gula stéttarfélagið ÍFF. Innlent 28. maí 2021 12:18
Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. Erlent 28. maí 2021 12:07
Bandaríkjamenn segja skilið við samkomulag um eftirlitsflug Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að ganga ekki aftur að svokölluðu „Open Skies“ samkomulagi vegna brota Rússa. Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum í stjórnartíð Donalds Trump. Erlent 28. maí 2021 07:11
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. Erlent 27. maí 2021 22:16
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. Viðskipti innlent 26. maí 2021 22:33
Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. Erlent 26. maí 2021 14:58
Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Erlent 26. maí 2021 09:40
Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Viðskipti innlent 25. maí 2021 12:50
Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. Viðskipti innlent 25. maí 2021 11:55
Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Viðskipti innlent 25. maí 2021 10:12
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. Erlent 25. maí 2021 06:54
Boða rúmlega hundrað manns á námskeið Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna. Viðskipti innlent 24. maí 2021 12:13
Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Viðskipti innlent 23. maí 2021 20:14
Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. Viðskipti innlent 23. maí 2021 16:28
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag Erlent 23. maí 2021 15:55
Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. Viðskipti innlent 23. maí 2021 13:07
Aukastörf Hæstaréttardómara, einkasöluréttur ÁTVR og kjaramál starfsmanna Play á Sprengisandi Aukastörf Hæstaréttardómara verða til umræðu í Sprengisandi á eftir. Kristján Kristjánsson fær til sín Bjarna Má Magnússon, prófessor við lagadeild HR og munu þeir ræða málin. Innlent 23. maí 2021 09:41
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. Innlent 21. maí 2021 22:44
Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 21. maí 2021 18:11
Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Skoðun 21. maí 2021 14:31
Gróf og ástæðulaus aðför ASÍ að PLAY ASÍ hefur í vikunni gert grófa aðför að lágjaldaflugfélaginu PLAY sem er að hefja starfsemi. Skoðun 21. maí 2021 12:00
Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Viðskipti innlent 21. maí 2021 11:59
Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. Innlent 21. maí 2021 11:33
Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Innlent 21. maí 2021 11:09
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Viðskipti innlent 21. maí 2021 06:27
Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“ Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu. Viðskipti innlent 19. maí 2021 20:15
Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Innlent 19. maí 2021 19:19
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. Viðskipti innlent 19. maí 2021 17:37
Aðför samgönguráðherra að Egilsstaðaflugvelli Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Skoðun 19. maí 2021 16:01