MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. Viðskipti erlent 18. nóvember 2020 13:04
OECD rassskellir Isavia Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Skoðun 18. nóvember 2020 11:00
Mæðgur dæmdar fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt franskar mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni sem þær fluttu innvortis með flugi frá Brussel í Belgíu og til Íslands í ágúst síðastliðinn. Innlent 18. nóvember 2020 10:07
Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. Innlent 17. nóvember 2020 13:45
Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna Viðskipti erlent 17. nóvember 2020 13:10
Loka stórum hluta Kastrup-flugvallar Stjórnendur Kastrup-flugvallar hafa tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið vegna samdráttar í flugsamgöngum. Viðskipti erlent 17. nóvember 2020 08:20
Eldsneytisþurrð talin hafa orsakað flugslysið mannskæða við Múlakot Eldsneytisþurrð á hreyflum flugvélarinnar orsakaði flugslysið sem varð þremur að bana nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð sumarið 2019. Innlent 16. nóvember 2020 13:23
Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélöguum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins. Viðskipti innlent 16. nóvember 2020 08:58
Vegagerðin segir lög ekki hafa verið brotin Vegagerðin segir að stofnunin hafi ekki brotið lög þegar gengið var frá samningum við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Ýmsar rangfærslur hafi þó verið á kreiki um málið. Innlent 14. nóvember 2020 13:19
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Innlent 12. nóvember 2020 20:02
Talið að lög hafi verið brotin í flugmáli og bæjarstjórinn áhyggjufullur Innlent 12. nóvember 2020 19:01
Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Viðskipti innlent 12. nóvember 2020 07:51
Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Innlent 11. nóvember 2020 18:41
Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 17:52
Vegagerðin samdi við Norlandair og Erni um flugleiðir Flugfélögin Ernir og Norlandair munu sinna áætlunarflugi til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði samkvæmt samningi við Vegagerðina. Útboð á flugleiðunum var kært í tvígang. Innlent 11. nóvember 2020 17:31
Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Viðskipti innlent 10. nóvember 2020 17:51
OECD gerir hátt í 700 athugasemdir við „flóknar“ íslenskar reglur Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir í regluverkinu. Viðskipti innlent 10. nóvember 2020 13:50
Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Innlent 9. nóvember 2020 18:30
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Viðskipti innlent 9. nóvember 2020 15:46
Norwegian fær ekki frekari aðstoð frá norska ríkinu Norska ríkið hefur hafnað nýjustu umleitunum flugfélagsins um aðstoð. Viðskipti erlent 9. nóvember 2020 08:50
Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Innlent 9. nóvember 2020 08:00
Hver er flugáætlun framtíðarinnar? Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Skoðun 6. nóvember 2020 13:01
Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins. Viðskipti innlent 5. nóvember 2020 15:43
Mom Air, gjörningur eða nýtt flugfélag? Fjölmiðlum barst í dag tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags sem ber nafnið Mom Air. En er þetta alvara, eða kannski gjörningur? Lífið 5. nóvember 2020 14:57
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. Innlent 3. nóvember 2020 19:21
„Vel til fundið“ hjá flughernum að nefna flugvél eftir Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það „sérlega vel til fundið“ hjá breska flughernum að nefna nýja eftirlitsflugvél sína eftir Reykjavík. Innlent 2. nóvember 2020 22:26
Bresk eftirlitsflugvél nefnd Andi Reykjavíkur Ný eftirlitsflugvél konunglega breska flughersins hefur verið nefnd Andi Reykjavíkur, eða Spirit of Reykjavík. Vélin er af gerðinni Poseidon MRA 1. Innlent 2. nóvember 2020 16:31
Stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til 2022 Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn greinanda hjá Jakobsson Capital. Viðskipti innlent 2. nóvember 2020 12:53
Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. Viðskipti erlent 1. nóvember 2020 22:19
Upprisa WOW air Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Lífið 31. október 2020 22:40