Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í liði umferðarinnar Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmenn Magdeburg, voru í liði 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Sport 18. desember 2022 12:30
Daníel áfram í HBW Balingen-Weilstetten Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við HBW Balingen-Weilstetten til 2025. Sport 18. desember 2022 11:30
Bjarki Már Elíasson með 100% nýtingu í sigri Bjarki Már Elíasson fór mikinn með liði sínu Telekom Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag gegn HÉP-Cegléd. Veszprém vann leikinn örugglega og var Bjarki næst markahæstur í liði sínu. Handbolti 17. desember 2022 20:15
Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur. Handbolti 17. desember 2022 19:31
Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli. Handbolti 17. desember 2022 18:01
Víðir komst ekki norður og KA heldur áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins Veðrið er að setja strik í reikninginn fyrir landsmenn í dag og er handboltinn ekki undanþeginn því. Víðir úr Garði átti að fara norður til að keppa við KA í 16 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Þeir komust ekki og því þurfti að gefa leikinn. Handbolti 17. desember 2022 17:37
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsarar síðastir inn í átta liða úrslitin Valur vann ÍBV með minnsta mun 30-31 og tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins. Meistararnir voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en Eyjamenn gerðu vel í að koma til baka og fengu síðustu sókn leiksins til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Valur fór áfram. Handbolti 17. desember 2022 16:15
Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag. Handbolti 17. desember 2022 16:15
„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. Handbolti 17. desember 2022 09:52
Hörður áfram í bikarnum Hörður frá Ísafirði lagði Kórdrengi í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 25-38. Handbolti 16. desember 2022 23:00
„Mér líður alls ekki vel“ Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta. Handbolti 16. desember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 34-28 | Heimamenn áfram eftir nokkuð óvæntan sigur ÍR er kannski í fallsæti Olís deildarinnar en er komið í 8-liða úrslit í bikarnum eftir frábæran sigur gegn Selfossi í Skógarseli í kvöld. Handbolti 16. desember 2022 20:30
Allir markverðir Gróttu fengu höfuðhlíf Allir markverðir í yngri flokkum Gróttu í handbolta fengu góða gjöf á dögunum, höfuðhlíf sem hægt er að nota á æfingum og í leikjum. Handbolti 16. desember 2022 16:16
Jólaálfurinn mætti í Seinni bylgjuna og kallaði fram ófá hláturköstin Svava Kristín Gretarsdóttir gerði upp fyrri hluta Olís deildar kvenna með sérfræðingum sínum í Jólaþættinum og þar vantaði ekki hlátursköstin enda jólaálfurinn í settinu. Handbolti 16. desember 2022 10:01
„Þetta var frábær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“ Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. Handbolti 15. desember 2022 23:20
Afturelding áfram eftir magnaðan leik | Hauka unnu Víking Afturelding er komið áfram í Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir magnaðan útisigur á HK, lokatölur 43-44 eftir vítakeppni. Þá unnu Haukar fimm marka útisigur á Víking, lokatölur 27-32. Handbolti 15. desember 2022 23:16
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. Handbolti 15. desember 2022 22:20
Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest. Handbolti 15. desember 2022 21:46
Elvar Örn frábær í sigri Melsungen Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover. Handbolti 15. desember 2022 20:06
Sjáðu snilldartilþrif Ómars og Gísla í París Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 21 mark þegar Magdeburg sigraði Paris Saint-Germain á útivelli, 33-37, í Meistaradeild Evrópu í gær. Handbolti 15. desember 2022 17:45
Jónatan mun hætta með KA að tímabilinu loknu Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta, mun segja starfi sínu lausu þegar tímabilinu lýkur í vor. Handbolti 15. desember 2022 16:30
Handkastið: Eyjamenn róa öllum árum að því að fá Daníel Frey Eyjamenn eru í markvarðarleit og renna hýru auga til Daníels Freys Andréssonar sem leikur í Danmörku. Arnar Daði Arnarsson greindi frá þessu í Handkastinu fyrr í vikunni. Handbolti 15. desember 2022 10:02
Benedikt Gunnar óbrotinn Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki. Handbolti 14. desember 2022 23:31
Völva Seinni bylgjunnar: „Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina“ Það gerðist margt og mikið í jólaþætti Seinni bylgjunnar. Jóhann Gunnar Einarsson, Jói Kling, mætti á svæðið og spáði fyrir um hvað myndi gerast í Olís deild karla eftir áramót. Handbolti 14. desember 2022 22:30
Tuttugu og eitt íslenskt mark í sigri Magdeburg í París Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo sannarlega allt í öllu í naumum sigri Magdeburg á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur í París 33-37. Handbolti 14. desember 2022 19:31
Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson. Handbolti 14. desember 2022 11:01
Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. Handbolti 14. desember 2022 10:01
„Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Handbolti 13. desember 2022 23:30
„Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. Sport 13. desember 2022 23:15
Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 13. desember 2022 22:20
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti