Umfjöllun og viðtal: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. Handbolti 22. september 2022 22:02
„ Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup“ „Mér líður náttúrulega bara mjög vel og nú féll þetta okkar megin. Þetta var alveg eins, næstum því, fyrir viku síðan á móti Selfossi og þá féll þetta ekki með okkur. Það var mjög þung vika og erfitt að tapa, við erum allir keppnismenn en núna erum við allir mjög glaðir. Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 22. september 2022 21:41
Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. Handbolti 22. september 2022 21:40
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 43-28 | Stórsigur Eyjamanna gegn nýliðum ÍR ÍBV tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn í leit að sínum fyrsta sigri en ÍR með það í huga að sjokkera annað stórlið eftir sigur á Haukum. Golíat hafði hinsvegar betur gegn Davíð og vann ÍBV með fimmtán mörkum, 43-28. Handbolti 22. september 2022 20:45
Umfjöllun: Hörður-KA 27-31 | Fyrsti heimaleikur Harðar í efstu deild endaði með tapi Hörður á Ísafirði spilaði sinn fyrsta heimaleik í efstu deild er KA mætti í heimsókn vestur á firði í kvöld. Gestirnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31. Handbolti 22. september 2022 20:42
Fimm íslensk mörk í öruggum Meistaradeildarsigri Magdeburg Íslendingalið Magdeburg vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti PPD Zagreb í 2. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, . Handbolti 22. september 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 29-28 | Grótta vann á Nesinu Grótta og Stjarnan áttust við á Seltjarnarnesi í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var hnífjafn bróðurpart leiksins en áræðni Gróttumanna sigldi þessu heim. Lokatölur 29-28. Handbolti 22. september 2022 18:46
„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Handbolti 22. september 2022 14:01
Leigir fimm samherjum sínum sem stökkva stundum í barnapössun Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, segir að Ísfirðingar bíði í ofvæni eftir fyrsta heimaleik sínum í efstu deild. Þrátt fyrir að leikmenn Harðar komi víða að er leikmannahópurinn samheldinn sem sést best á búsetu erlendu leikmanna liðsins. Handbolti 22. september 2022 12:43
Sjö hægri 1. umferðar: Stofnunin Hanna, vörutalning og árás í Kórnum Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hófst í síðustu viku. Vísir tekur saman sjö eftirtektarverð atriði úr umferðinni. Handbolti 22. september 2022 11:01
„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“ Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni. Handbolti 22. september 2022 10:00
Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Handbolti 22. september 2022 09:00
Íslendingalið Veszprém og Álaborgar unnu sína leik í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém gerðu góða ferð til Portúgals í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá fór Íslendingalið Álaborgar sigurför til Noregs í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 21. september 2022 20:45
„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“ Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024. Handbolti 21. september 2022 12:30
Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann. Handbolti 21. september 2022 08:01
Finnsk skytta til Fram Íslands- og deildarmeistarar Fram hafa samið við finnsku skyttuna Madeleine Lindholm. Hún kemur til Fram frá Sjundeå í heimalandinu. Handbolti 20. september 2022 16:01
„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Handbolti 20. september 2022 15:30
Meiðsli Gísla „ekki of alvarleg“ Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist í hné í leik með meisturum Magdeburgar gegn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handbolta á sunnudaginn. Handbolti 20. september 2022 11:30
„Þetta er líkamsárás“ Óskiljanlegt er að Roberta Stropé hafi sloppið við rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur í leik HK og Selfoss í 1. umferð Olís-deildar kvenna. Þetta var mat sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Handbolti 20. september 2022 11:01
Kross 2. umferðar: Svín flugu í Skógarseli Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 20. september 2022 10:01
Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk Íslandsmeistarar Fram hafa sótt liðsstyrk í Tamara Joicevic, svartfellskri vinstri skyttu, sem mun leika með liðinu í komandi átökum í Olís-deild kvenna í vetur. Handbolti 19. september 2022 19:46
Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli. Handbolti 19. september 2022 15:01
Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. Handbolti 19. september 2022 11:00
Áfram kvarnast úr leikmannahópi Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Fram mættu með mikið breytt lið inn í tímabilið sem er nýhafið í Olís deild kvenna í handbolta. Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi liðsins en Jónína Hlín Hansdóttir hefur ákveðið að halda til Slóvakíu og stunda þar nám í dýralækningum. Handbolti 19. september 2022 09:30
Íslendingarnir frábærir í sigri Magdeburg Magdeburg vann fimm marka útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum líkt og svo oft áður. Handbolti 18. september 2022 16:46
Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. Handbolti 18. september 2022 10:00
Martha Hermannsdóttir leggur skóna á hilluna Martha Hermannsdóttir, ein reyndasta handboltakona landsins, hefur ákveðið að kalla þetta gott af handboltaiðkun og lagt skóna á hilluna frægu. Handbolti 17. september 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: HK-Selfoss 25-32 | Nýliðarnir fara vel af stað Selfoss fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Olís-deild kvenna í dag en liðið mætti HK og voru lokatölur 25-32. Handbolti 17. september 2022 20:37
Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Erlangen með fullt hús stiga Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og HC Erlangen eru enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sigra í kvöld. Handbolti 17. september 2022 20:04
Umfjöllun og viðtöl: KA-ÍBV 35-35 | Dramatískt jafntefli tryggði liðunum sín fyrstu stig KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Handbolti 17. september 2022 19:10