Óla-áhrifin strax byrjuð að segja til sín: Þrír frá Erlangen í liði umferðarinnar Ólafur Stefánsson var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá Erlangen þegar liðið vann N-Lübbecke, 29-22, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Handbolti 7. mars 2022 15:30
Bjarki skoraði tíu í Íslendingaslagnum og skaut Lemgo í undanúrslit Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn í liði Lemgo er hann skoraði tíu mörk fyrir liðið í átta-liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld. Lemgo sló Íslendingalið Melsungen úr leik með fjögurra marka sigri, 28-24. Handbolti 6. mars 2022 19:47
Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. Handbolti 6. mars 2022 19:15
Arnar Pétursson: Ég er stoltur af stelpunum A-landslið kvenna vann frábæran sjö marka sigur á Tyrklandi fyrr í dag. Ísland var með yfirhöfnina alveg frá fyrstu mínútu en lokatölur voru 29-22. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með frammistöðu liðsins. Handbolti 6. mars 2022 18:52
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. Handbolti 6. mars 2022 18:45
„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. Handbolti 6. mars 2022 16:01
Álaborg marði Kolding Álaborg rétt marði sigur gegn Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lauk leiknum með 31-30 sigri Álaborgar. Handbolti 6. mars 2022 15:30
Seinni bylgjan: „Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“ Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra. Handbolti 6. mars 2022 12:10
Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. Handbolti 6. mars 2022 09:35
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. Handbolti 5. mars 2022 23:16
Íslendingaliðið hélt upp á deildarmeistaratitilinn með stórsigri Íslendingalið Elverum vann öruggan níu marka sigur í fyrsta leik sínum í norsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir liðið, en lokatölur urðu 34-25 gegn Halden. Handbolti 5. mars 2022 20:22
Frítt á landsleik Íslands og Tyrklands Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM á sunnudaginn, en enginn aðganseyrir verður rukkaður inn á leikinn. Handbolti 4. mars 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. Handbolti 4. mars 2022 21:00
Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. Handbolti 4. mars 2022 20:43
Elvar og félagar sóttu loksins stig Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy sóttu langþráð stig er liðið heimsótti Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-29, en Elvar og félagar sitja enn á botni deildarinnar. Handbolti 4. mars 2022 20:40
Viktor Gísli stóð vaktina er GOG komst aftur á sigurbraut Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu góðan fimm marka sigur er liðið heimsótti Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-26, en liðið var án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum. Handbolti 4. mars 2022 19:42
Klökkur Óli Stef ræddi um feril sonarins: Eitt að spila og annað að horfa á strákinn sinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur verið frábær í liði Valsmanna í Olís-deild karla í handbolta undanfarna mánuði. Einar er eins og flestum er kunnugt sonur eins besta handboltamanns Íslandssögunnar, Ólafs Stefánssonar, en Óli ræddi við Stöð 2 um feril stráksins og það sem framundan er. Handbolti 4. mars 2022 18:46
Gummi Gumm valdi landsliðshóp Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 21 leikmann til æfinga á Íslandi í alþjóðlegri landsliðsviku dagana 14.-20. mars. Handbolti 4. mars 2022 15:17
Frammistaðan á EM sannfærði þjálfara Ribe-Esbjerg um að fá Elvar Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Hann kemur til liðsins frá Nancy í Frakklandi eftir þetta tímabil. Handbolti 4. mars 2022 14:39
Sjáðu þrefalda vörslu Einars Baldvins á lokamínútunum í gær Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, átti mikinn þátt í því að Gróttuliðið náði stigi á móti Selfossi í Olís deild karla í gærkvöldi. Handbolti 4. mars 2022 14:30
Árborg veitir útungunarstöð íslenska landsliðsins 21 milljón í neyðarstyrk Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með handknattleiksdeild Selfoss og veita henni styrk upp á 21 milljón króna vegna tapreksturs síðustu missera, á tímum heimsfaraldurs. Handbolti 4. mars 2022 11:03
Framarar söfnuðu fyrir aðgerð ungrar konu Leikur Fram og Víkings í Olís-deild karla í handbolta síðastliðinn laugardag var um leið styrktarleikur til að fjármagna kostnaðarsama aðgerð ungrar konu. Handbolti 4. mars 2022 09:01
Enn úr leik eftir höfuðskot gegn Dönum: „Lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir“ Markvörðurinn ungi og efnilegi Adam Thorstensen hefur ekki getað spilað handbolta í fjóra mánuði eftir að hann fékk skot í höfuðið í leik gegn Danmörku með U20-landsliði Íslands. Handbolti 4. mars 2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK tók á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK gerði áhlaup eftir að hafa verið undir fyrsta stundarfjórðunginn og sóttu stigið. Lokatölur 31-31. Handbolti 3. mars 2022 23:00
Halldór Jóhann: Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Handbolti 3. mars 2022 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Handbolti 3. mars 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 30-22 | Valsmenn unnu fimmta heimasigurinn í röð Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-22. Handbolti 3. mars 2022 22:23
Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. Handbolti 3. mars 2022 22:08
Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. Sport 3. mars 2022 22:00
Víkingar tóku stig gegn Aftureldingu Víkingur og Afturelding skiptu stigunum óvænt á milli sín er liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 25-25, en Víkingar sitja enn á botni deildarinnar. Handbolti 3. mars 2022 21:14