186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. Innlent 19. janúar 2022 15:14
Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin. Handbolti 19. janúar 2022 14:30
Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Handbolti 19. janúar 2022 14:01
Duvnjak sagður missa af leiknum við Ísland og Króatar kalla sjö leikmenn inn Króatíska handboltastjarnan Domagoj Duvnjak verður að öllum líkindum ekki með gegn Íslandi á Evrópumótinu á mánudaginn. Handbolti 19. janúar 2022 13:32
DR: Ísland vantar topplínumann og toppmarkmann til að berjast um verðlaun Handboltasérfræðingur danska ríkisútvarpsins hafði mikla trú á íslenska landsliðið fyrir þetta Evrópumót í handbolta og hann skrifar stuttan pistil um íslenska liðið nú þegar ljóst er að Danir mæta Íslandi í fyrsta leik í milliriðlinum. Handbolti 19. janúar 2022 12:31
„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Handbolti 19. janúar 2022 12:01
Ísland eina þjóðin á EM sem er með þrjá þjálfara í milliriðlunum Íslensku þjálfararnir á Evrópumótinu í handbolta í ár skiluðu allir liðum sínum í milliriðla. Eini tapleikur þeirra í riðlakeppninni var uppgjörsleikur tveggja íslenskra þjálfara. Handbolti 19. janúar 2022 11:30
Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“ Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn. Handbolti 19. janúar 2022 10:00
Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Handbolti 19. janúar 2022 09:00
Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. Handbolti 19. janúar 2022 08:45
Segja slæmt fyrir mótið að Ungverjar hafi ekki farið áfram Sérfræðingar TV2 segja að það sé slæmt fyrir framhald Evrópumóts karla í handbolta að heimalið Ungverjalands sé úr leik. Handbolti 19. janúar 2022 07:30
Aron: Þetta er geggjað lið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. Handbolti 19. janúar 2022 07:01
Skýrsla Henrys: Guttarnir hans Gumma orðnir fullorðnir Maður hefur upplifað margt á mörgum stórmótum með landsliðinu en að rota Ungverja fyrir framan 20 þúsund manns og senda þá í frí á meðan Ísland fer með tvö stig í milliriðil er með því skemmtilegra. Þvílíkt kvöld í Búdapest! Handbolti 18. janúar 2022 21:30
Hollendingar fylgja íslensku strákunum í milliriðil Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu í handbolta eru komnir í milliriðil á EM í fyrsta sinn í sögunni eftir eins marks sigur gegn Portúgal, 32-31. Handbolti 18. janúar 2022 21:04
Guðmundur: Gjörsamlega geggjað að klára þetta hérna á þeirra heimavelli Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tilfinninguna ólýsanlega eftir sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaleik liðsins í riðlakeppni EM í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 20:07
Ýmir: Geðveikt að soga þetta í sig og drepa svo niður í höllinni „Ég er rosalega sáttur. Við erum með fullt hús stiga en núna hefst bara nýtt mót,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sigurreifur eftir sigurinn gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í dag. Handbolti 18. janúar 2022 19:43
Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. Handbolti 18. janúar 2022 19:39
Ómar Ingi: Ég reyndi bara að vera kúl Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk þegar Ísland vann Ungverjaland, 31-30, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópumótsins í handbolta. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í milliriðli og þeir fara þangað með tvö stig. Handbolti 18. janúar 2022 19:37
„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. Handbolti 18. janúar 2022 19:34
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. Handbolti 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. Handbolti 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. Handbolti 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. Handbolti 18. janúar 2022 18:40
Lærisveinar Alfreðs tryggðu sér sigur í D-riðli Á sama tíma og strákarnir okkar glímdu við Ungverja á EM í handbolta áttust Pólverjar og Þjóðverjar við í D-riðli. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar tryggðu sér sigur í riðlinum með því að leggja Pólverja 30-23. Handbolti 18. janúar 2022 18:34
Guðmundur gerir eina breytingu Teitur Örn Einarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á EM í handbolta klukkan 17, í leik sem nánast er upp á líf og dauða. Handbolti 18. janúar 2022 14:52
Ómar Ingi: Held við séum tilbúnir Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í kvöld gegn Ungverjum og hann ætlar sér stóra hluti. Handbolti 18. janúar 2022 14:30
Janus Daði: Verður gaman að fara í stríð með strákunum Janus Daði Smárason kom af bekknum á lokamínútum leiksins gegn Hollandi og blómstraði. Hans framlag vóg ansi þungt í þeim mikilvæga sigri. Handbolti 18. janúar 2022 13:01
Guðmundur: Ég hræðist ekki neitt Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur slæma reynslu af leikjum gegn Ungverjum í gegnum tíðina en vonast eðlilega eftir því að breyting verði á að þessu sinni. Handbolti 18. janúar 2022 12:01
Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Handbolti 18. janúar 2022 11:37
Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag. Handbolti 18. janúar 2022 11:08