Svona var HM-fundurinn hans Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins, fyrir komandi heimsmeistaramót, var opinberaður. Handbolti 1. nóvember 2023 14:30
Viggó hefur verið að spila meiddur Viggó Kristjánsson mun ekki geta tekið þátt í komandi tveimur æfingarleikjum íslenska landsliðsins í handbolta gegn Færeyjum síðar í vikunni. Viggó, sem hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni undanfarið, hefur verið að spila meiddur undanfarnar þrjár vikur. Handbolti 1. nóvember 2023 13:31
Afturelding og HK mætast í bikarnum annað árið í röð Annað árið í röð mætast Afturelding og HK í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Handbolti 31. október 2023 14:29
„Standið á mér er frábært“ „Það er yndislegt að vera kominn til baka. Þetta hefur verið allt of langur tími,“ segir landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður Kielce, á landsliðsæfingu íslenska landsliðsins í handbolta. Sport 31. október 2023 08:01
Íslandsmeistarar Vals lögðu botnlið Aftureldingar Íslandsmeistarar Vals lögðu Aftureldingu, botnlið Olís-deildar kvenna, í eina leik kvöldsins. Lokatölur í Mosfellsbæ 23-29. Handbolti 30. október 2023 22:31
Alexander Petersson lánaður til Katar Gamla brýnið Alexander Petersson hefur verið lánaður til handboltadeildar Al Arabi í Katar frá Val. Handbolti 30. október 2023 21:42
„Gaman að hitta þá loksins“ Snorri Steinn Guðjónsson fékk í dag loks að halda æfingu hjá A-landsliði karla í handbolta eftir að hafa tekið við þjálfarastarfinu 1. júní síðastliðinn. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. Handbolti 30. október 2023 18:30
KA, HK, Fjölnir og Fram áfram KA, HK, Fjölnir og Fram eru komin í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta. Handbolti 29. október 2023 20:00
Viggó frábær í sigri Leipzig og Ómar Ingi sýndi sínar bestu hliðar Leipzig vann Balingen með einu marki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 26-25. Þá vann Íslendingalið Magdeburg tólf marka stórsigur á Bergischer, lokatölur 40-28. Handbolti 29. október 2023 18:51
Lærisveinar Dags á Ólympíuleikana en Aron situr eftir með sárt ennið Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska karlalandsliðinu í handbolta tryggðu sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári er liðið vann þriggja marka sigur gegn Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans frá Barein í gær. Handbolti 29. október 2023 12:16
Elvar Örn frábær í sigri Melsungen og Bjarki Már skilvirkur í sigri Veszprém Elvar Örn Jónsson átti frábæran leik í liði MT Melsungen sem lagði Rhein-Neckar Löwen örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá var Bjarki Már Elísson öflugur í sigri Veszprém í Ungverjalandi. Handbolti 28. október 2023 20:31
Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn ÍBV | KA/Þór lagði Fram Stjarnan vann fjögurra marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-22. KA/Þór vann þá eins marks sigur á Fram, lokatölur í Grafarholti 21-22. Handbolti 28. október 2023 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 34-25 | Toppliðið fór létt með ÍR Topplið Hauka fór létt með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur á Ásvöllum voru 34-25. Handbolti 28. október 2023 17:33
Fámennt lið HK berst fyrir tilverurétti sínum í deildinni Mikil meiðsli herja nú á lið HK í Olís-deild karla í handbolta. Alls eru fimm leikmenn frá og verða sumir þeirra ekki leikfærir fyrr en á nýju ári. HK er nýliði í deildinni og má vart við skakkaföllum sem þessum ætli það að halda sér í deild þeirra bestu. Handbolti 28. október 2023 09:01
Stjarnan sótti sigur á Selfoss Stjarnan vann Selfoss með fjögurra marka mun í Olís-deild karla í handbolta. Selfoss situr því áfram á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í fyrstu átta leikjum sínum á leiktíðinni. Handbolti 27. október 2023 23:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 35-27 | Aron með sýningu í Kaplakrika Í kvöld fór fram stórleikur í Olís-deild karla þar sem Íslandsmeistararnir í ÍBV mættu heimamönnum í FH í Kaplakrika í 8. umferð deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en öflugur upphafskafli heimamanna í síðari hálfleik gerði út um leikinn og enduðu FH-ingar á að sigra, 35-27. Handbolti 27. október 2023 21:15
Sigursteinn Arndal: Hann var stórkostlegur sóknarlega FH vann átta marka sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum, ÍBV, í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 35-27. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti Olís-deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Handbolti 27. október 2023 20:45
Elliði Snær frábær þegar Gummersbach gerði jafntefli við toppliðið Gummersbach og Füchse Berlín gerðu jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Elliði Snær Vignisson fór hamförum í leiknum. Þá voru Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Frakklandi. Handbolti 27. október 2023 19:50
„Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. Handbolti 26. október 2023 22:09
Fram og Afturelding unnu góða sigra Fram og Afturelding unnu góða sigra er áttunda umferð Olís-deildar karla í handbolta hélt áfram í kvöld. Fram vann nýliða HK 39-35 og Afturelding lagði Gróttu 30-25. Handbolti 26. október 2023 21:50
Bjarki og félagar fyrstir til að leggja toppliðið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu góðan fimm marka útisigur er liðið heimsótti Barcelona í toppslag B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 36-41. Handbolti 26. október 2023 20:21
Umfjöllum og viðtöl: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi deildarinnar, fékk Hauka í heimsókn í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn tóku forystu snemma leiks og rifu tennurnar úr andlausum Haukamönnum. Valsmenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 17-13 og sigruðu að lokum 31-25. Handbolti 26. október 2023 18:46
Dagur og Aron berjast um sæti á Ólympíuleikunum eftir stórsigur Japans Japanska karlalandsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan ellefu marka sigur er liðið mætti Suður-Kóreu í undanúrslitum undankeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári, 34-23. Handbolti 26. október 2023 18:26
Lærisveinar Arons tóku risaskref í átt að Ólympíuleikunum Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska karlalandsliðinu í handbolta eru komnir í úrslit undankeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári eftir nauman eins marks sigur gegn Katar í dag, 30-29. Handbolti 26. október 2023 17:31
Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“ Einar Þorsteinn Ólafsson er að feta sín fyrstu skref í atvinnumennskunni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá nýtur hann leiðsagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum. Handbolti 26. október 2023 09:30
KA komst aftur á sigurbraut KA er komið aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið vann þriggja marka útivallarsigur gegn Víkingi í 8. umferð Olís deildar karla. Þetta var annað tap Víkings í röð. Handbolti 25. október 2023 21:58
Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu. Handbolti 25. október 2023 21:29
Sigurhrina Madgeburg heldur áfram | Sigvaldi hélt sig hægan gegn Aalborg Þrír leikir fóru fram í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld og Íslendingar komu við sögu í þeim öllum. Handbolti 25. október 2023 20:30
Danir senda Þóri Hergeirs smá pillu: Ekki við hæfi að gera eins og Norðmenn Danska handboltasambandið hefur gefið það út að það muni ekki hafa sömu reglu og norska handboltalandsliðið á komandi heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Handbolti 25. október 2023 11:45
Aron og Rita eiga von á barni Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Rita Stevens, kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Lífið 25. október 2023 11:26