HM karla í handbolta 2025

HM karla í handbolta 2025

HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Orri Freyr er Orri ó­stöðvandi

    Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta er miklu skemmti­legra“

    Viggó Kristjánsson var markahæstur í íslenska landsliðinu í sigri liðsins á Slóveníu í fyrrakvöld. Hann nýtur sín vel og hlakkar til leiksins við Egyptaland í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þjóð­verjar í sárum eftir „Herning hel­vítið“

    Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mögu­lega leik­þáttur hjá Egyptum

    „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það er ein­hver ára yfir liðinu“

    Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“

    Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Holland marði Katar

    Holland hóf veru sína í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta á naumum eins marks sigri á Katar. Þá vann Ítalía góðan sjö marka sigur á Tékklandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þú þarft að vera dá­lítið leiðin­legur“

    Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Allt jafnt hjá Svíum og Spán­verjum

    Svíþjóð og Spánn gerðu jafntefli í síðasta leik þjóðanna í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Jafnteflið þýðir að bæði lið taka þrjú stig með sér í milliriðil.

    Handbolti