
Kanye West eyddi afmælinu með Irinu Shayk
Kanye West hélt upp á 44 ára afmælið sitt á þriðjudag ásamt hópi fólks í Frakklandi. Með honum var rússneska fyrirsætan Irena Shayk.
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.
Kanye West hélt upp á 44 ára afmælið sitt á þriðjudag ásamt hópi fólks í Frakklandi. Með honum var rússneska fyrirsætan Irena Shayk.
Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002.
Leikarinn David Schwimmer hefur birt nokkrar myndir frá Friends endurfundunum á Instagram. Mynd sem hann birti af sér með leikkonunni Jennifer Aniston vakti þar sérstaka athygli aðdáenda þáttanna.
Enski söngvarinn Liam Payne og bandaríska fyrirsætan Maya Henry hafa slitið trúlofun sinni.
Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman.
Söngkonan Billie Eilish gaf í gær út lagið Lost Cause. Í tónlistarmyndbandinu dansar hún í heimahúsi með nokkrum vinkonum.
Matthew Perry hefur slitið trúlofuninni við unnustu sína, Molly Hurwitz. Hann staðfesti þetta í samtali við People.
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi.
Úrskurðað hefur verið í forræðisdeilu Brad Pitt og Angelinu Jolie.
Leikarinn Orlando Bloom og sjónvarpsframleiðandinn Mark Burnett skelltu sér í þyrluskíðaferð á Tröllaskaga um helgina.
Saint West, fimm ára sonur Kim Kardashian og Kanye West smitaðist af kórónuveirunni þegar upptökur á þáttunum Keeping up with the Kardashians fóru fram.
Tónlistarkonan Lady Gaga opnar sig um nauðgun sem hún varð fyrir nítján ára gömul í viðtali við Oprah Winfrey.
Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur staðfest að hann og söngkonan Rihanna eigi í ástarsambandi. Rapparinn segir frá því í viðtali við GQ að söngkonan sé „ást lífs síns“.
Söngvarinn Demi Lovato er kynsegin og greinir frá því á Twitter.
Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu.
Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.
Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.
Leikarinn Matthew McConaughey hefur opinberlega rætt áhuga sinn á því að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra Texas á næsta ári. Undanfarið hefur McConaughey þó tekið vangaveltur sínar um framboð lengra og hringt í áhrifamikla aðila innan stjórnmálasenunnar í heimaríki sínu og þreifað fyrir sér varðandi mögulegan stuðning.
Samfélagsmiðlastjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen hefur beðist afsökunar á skilaboðum og færslum um fyrirsætuna Courtney Stodden fyrir áratug síðan. Stodden, sem notast við kynhlutlaus persónufornöfn, var sextán ára gamalt þegar Teigen birti færslurnar.
Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi.
Á dögunum tók stórleikkonan Angelina Jolie þátt í dagskrálið á YouTube-síðu breska Vogue sem nefnist In the bag eða Í töskunni.
Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta.
Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma.
Söngkonan vinsæla Billie Eilish kemur fram í þriðja þætti Vogue af Ask a Legend þar sem hún svarar spurningum frá 23 heimsfrægum einstaklingum.
Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama.
Auðkýfingurinn Bill Gates og eiginkona hans Melinda eru að skilja eftir 27 ára hjónaband.
Óskarsverðlaunaleikonan Olympia Dukakis er látin, 89 ára að aldri. Dukakis er einna þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Moonstruck og Steel Magnolias.
Leikkonan Esmé Bianco hefur kært söngvarann Marilyn Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Leikkonan, sem er hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones, segir söngvarann hafa neytt hana til samfara árið 2011 með því að þvinga í hana eiturlyf og beita hana valdi.
Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi.
Par af Yeezy strigaskóm, sem hannaðir eru af rapparanum Kanye West og hann klæddist á Grammy verðlaunahátíðinni 2008, seldust á dögunum fyrir 1,8 milljónir Bandaríkjadala, eða um 225 milljónir króna. Strigaskór hafa aldrei áður selst á svo háu verði.