Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Innlent 17. október 2023 19:55
Öruggt húsnæði skiptir öllu Öruggt og stöðugt húsnæði skiptir öllu máli í þroska og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Öryggi og stöðugleiki í húsnæðismálum er því eitt stærsta og mikilvægasta lýðheilsuverkefnið í okkar samtíma. Hvernig okkur tekst til ræður úrslitum um heilbrigði samfélagsins til bæði styttri og lengri tíma. Skoðun 16. október 2023 07:31
Ná samkomulagi um kaup á Heimstaden Sparisjóðurinn Stefnir og Fredensborg AS, eigandi Heimstaden ehf., hafa komist að samkomulagi um möguleg kaup sjóðs á vegum Stefnis á öllu hlutafé í Heimstaden á Íslandi. Viðskipti innlent 12. október 2023 17:01
„Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. Innherji 12. október 2023 11:02
Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Innlent 11. október 2023 20:31
Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Innlent 11. október 2023 10:28
„Algjör kúvending“ bara á þessu ári Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu. Viðskipti innlent 9. október 2023 21:25
„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. Viðskipti innlent 9. október 2023 06:20
Gert að greiða húsfélagi í Kópavogi 36 milljónir eftir ákvörðun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um að taka mál þeirra gegn húsfélaginu Lundi 2 til 6 í Kópavogi. Málið varðar galla þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum. Innlent 8. október 2023 17:41
Leigusali þarf ekki að greiða fyrir fatahreinsun vegna fúkkalyktar Leigusali þarf ekki að greiða leigjanda 35 þúsund krónur í kostnað á fatahreinsun vegna fúkkalyktar í leiguhúsnæði. Innlent 8. október 2023 14:14
Bankaránið mikla Fjárhagslegar afleiðingar þess að missa heimili sitt eru skelfilegar en það voru ekki bara fjármunir og eignir sem var stolið af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu. Skoðun 6. október 2023 10:30
Seðlabankastjóri hengir bakara fyrir smið Líkt og í samanburðarlöndum hefur verðbólga verið há hér á landi síðustu misseri, en í flestum samanburðarlöndum er farið að rofa til og verðbólga fer hratt lækkandi. Það sama gerist hins vegar ekki hér og við erum enn að glíma við meira en 8% verðbólgu þrátt fyrir að hér séu stýrivextir í hæstu hæðum. Skoðun 4. október 2023 09:00
Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Innlent 1. október 2023 20:05
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Viðskipti innlent 27. september 2023 06:42
Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25. september 2023 15:17
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. Viðskipti innlent 22. september 2023 18:00
„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Innlent 21. september 2023 21:00
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Innlent 15. september 2023 21:01
SKE kallar eftir að vinna OECD verði nýtt betur til að efla húsnæðismarkað Samkeppniseftirlitið (SKE) segir að æskilegt að í hvítbók um húsnæðismál væri fjallað nánar um hvernig nýta eigi tillögur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2020 til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði við mótun húsnæðisstefnu. Innherji 15. september 2023 13:32
Stjórnlaus fasteignamarkaður og ábyrgðarlausir stjórnmálamenn lofa hverju sem er Það er ekki nóg að segja að það þurfi að fjölga nýjum íbúðum og lækka byggingarkostnað og gera síðan ekki neitt til þess. Traust fasteigna uppbygging getur ekki þrifist við áratuga verðbólgu, óstjórn og úrræðaleysi stjórnmálamanna þar sem hlutirnir eiga bara að reddast. Engu mun skipta hvað margar nefndir verða skipaðar. Skoðun 12. september 2023 10:30
Af kjördæma poti Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Skoðun 8. september 2023 19:00
Íbúðamarkaður í hávaxtaumhverfi Það fór ekki framhjá neinum að íbúðaverð hækkaði mjög hratt á árunum 2020-2022 í kjölfar faraldursins. Á þessum þremur árum hækkaði verð á íbúðum um tæplega 50% á landinu öllu. Skoðun 8. september 2023 14:00
Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Skoðun 7. september 2023 15:00
Verður að skrá sig og vera heima ef það vill leigja út til skemmri tíma Nýjar reglur um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis hafa tekið gildi í New York, sem forsvarsmenn Airbnb hafa sagt jafngilda „banni“ gegn fyrirtækinu og öðrum í sama bransa. Erlent 6. september 2023 08:47
Gullkálfarnir í GOGG Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Skoðun 5. september 2023 13:30
Viljaleysi eða verkleysi ríkisstjórnar Íslands? Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn. Skoðun 1. september 2023 10:30
815 á biðlista eftir húsnæði á Stúdentagörðum Einstaklingum á biðlista eftir haustúthlutun Stúdentagarða hefur fjölgað um 165 milli ára. Þeir voru 650 í fyrra en eru nú 815. Alls var 502 leigueiningum úthlutað í sumar til 530 stúdenta. Innlent 1. september 2023 10:14
Hafnarfjörður kaupir ráðhús á 350 milljónir Hafnarfjarðarbær hefur keypt hús Íslandsbanka að Strandgötu í Hafnarfirði. Kaupverðið er 350 milljónir króna. Innlent 31. ágúst 2023 13:58
Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Skoðun 31. ágúst 2023 12:32
Skriðið heim í lok dags Í gærmorgun fór fram húsnæðisþing á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem bar heitið "Heimili handa hálfri milljón". Frummælandi á þinginu var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en þar kynnti hann stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, einu ferðina enn. Skoðun 31. ágúst 2023 08:01