Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:03 Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar