„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Innlent 24. ágúst 2023 21:33
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Innlent 24. ágúst 2023 16:20
„Þvert á vilja fólksins í landinu“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 14:01
SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 10:23
Kaupsamningum fækkað um 30 prósent milli ára Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um 31,1 prósent milli ára en þeir voru 1.793 á þessu ári, samanborið við 2.603 á síðasta ári. Kaupsamningum fjölgaði milli mánaða í júní, voru 698 samanborið við 643 í maí. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 06:43
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. Innherji 23. ágúst 2023 11:20
Binda vonir við að ástandið muni batna Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði. Innlent 22. ágúst 2023 19:11
„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Innlent 21. ágúst 2023 22:17
Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Skoðun 21. ágúst 2023 20:31
Heimstaden seldi íbúðir fyrir þrjá milljarða á þremur mánuðum Leigufélagið Heimstaden seldi íbúðir á Íslandi fyrir 242,5 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Það er um 3,7 prósent af íslenska eignasafninu. Söluverðið var 0,4 prósentum yfir bókfærði virði, segir í fjárfestakynningu. Innherji 21. ágúst 2023 16:00
Við þurfum nýja hugsun um húsnæðismarkað Mikið hefur verið rætt um húsnæðis- og fasteignamarkaðina á Íslandi síðastliðin ár. Skiljanlega, þar sem markaðurinn með húsnæði er einn sá mikilvægasti í hvaða hagkerfi sem er og sé hann ekki að virka er líklegt að slíkt leiði af sér gremju og pólitískan óstöðugleika. Fyrir utan efnahagslegu áhrifin af ófullnægjandi húsnæðismarkaði á borð við hægari vöxt velferðar, óróa á vinnumarkaði og verðbólgu. Skoðun 21. ágúst 2023 08:00
Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. Innlent 18. ágúst 2023 16:54
Hótelfasteignamarkaðurinn Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Skoðun 17. ágúst 2023 12:31
Komu að hústökumanni sem hafði lagt íbúðina í rúst Erlent par sem leigir stúdentaíbúð hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) kom að hústökumanni þegar það opnaði íbúðina í fyrsta sinn. Maðurinn tók á rás en skildi eftir sig eiturlyf og íbúðina í rúst. Innlent 16. ágúst 2023 21:01
Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórnvöldum? Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Skoðun 16. ágúst 2023 19:31
Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 11:37
Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. Viðskipti innlent 11. ágúst 2023 12:22
Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Skoðun 11. ágúst 2023 07:31
Öryrkinn borinn út Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Skoðun 10. ágúst 2023 17:31
Fyrsta skóflustungan að íbúðum VR í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR. Innlent 10. ágúst 2023 14:25
Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Innlent 9. ágúst 2023 15:22
Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. Innlent 8. ágúst 2023 16:42
Byggingarstig hússins hafi legið fyrir við kaup Fullyrðingar kaupanda húss í Hafnarfirði, um að logið hafi verið að honum að húsið hafi verið fulltilbúið, virðast ekki halda vatni. Í dómi frá árinu 2013 vegna meintra galla á húsinu segir að óumdeilt sé að fasteignin hafi verið skráð fokheld við kaupin og að það hafi komið fram í sölugögnum. Innlent 1. ágúst 2023 13:57
Kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu Leigufélag Búseta hefur fest kaup á 42 íbúðum leigufélagsins Heimstaden. Auk þess hafa félögin tvö undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 90 íbúðum til viðbótar. Viðskipti innlent 1. ágúst 2023 11:53
Formaður Leigjendasamtakanna gagnrýnir fyrirhugaðar lagabreytingar „Mér líst illa á þetta, enda gengur frumvarpið þvert á allar okkar athugasemdir varðandi breytingar á leigufjárhæð,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um húsaleigu. Innlent 20. júlí 2023 06:43
Íbúum í Múlaþingi fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum Íbúum í Múlaþingi hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum að sögn sveitarstjórans sem segir ungt fólk sækja í að flytja Austur á land. Þar spili möguleikar á fjarvinnu frá höfuðborginni stóran þátt. Innlent 19. júlí 2023 23:00
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. Neytendur 19. júlí 2023 11:54
Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Viðskipti innlent 18. júlí 2023 16:31
Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. Innlent 18. júlí 2023 06:35
Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. Innlent 13. júlí 2023 13:21