Uppgjörið: Sanngjarnt þegar Valskonur tryggðu sér bikarinn Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. Valskonur voru sterkari aðilinn í leiknum en mark Blika undir lokin hleypti spennu í leikinn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 21:09
Spánverji til Vestra þremur dögum eftir að glugginn lokaði Þremur dögum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði hefur Vestri bætt við sig leikmanni fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Vestri fær til liðs við sig í glugga sumarsins. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 19:30
„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 17:45
„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 15:31
Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 14:31
„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 13:31
Sjáðu mörkin úr stórleiknum á Hlíðarenda Breiðablik minnkaði forskot Víkings á toppi Bestu deildar karla niður í þrjú stig með sigri á Val, 0-2, á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 13:00
„Hann var ekki fallegur drengurinn“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 12:31
„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 11:01
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 10:00
Fresta bikarúrslitaleik karla til 21. september Víkingar eiga góða möguleika á því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og það kallar á breytingar á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 09:34
Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 07:00
Fertug Fríða er alls ekki hætt Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ekki hætt í fótbolta og hún skoraði í mikilvægum sigri Selfyssinga í Lengjudeildinni í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 23:15
„Maður er bara stoltur af liðinu“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lagði upp bæði mörk liðsins er Blikar unnu sterkan 2-0 útisigur gegn Valsmönnum í Bestu-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:44
„Allir leikir sem Valur spilar eru úrslitaleikir“ „Þetta eru svekkjandi úrslit og það var óþarfi að tapa þessum leik,“ sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, eftir tap Vals gegn Breiðabliki í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:42
Uppgjörið: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:36
„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjörið: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 19:56
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-2 | Blikar halda í við toppinn en Valur að missa af lestinni Breiðablik vann virkilega sterkan 2-0 sigur er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 18:31
KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 17:44
Pálmi kallaður á skrifstofuna og Óskar Hrafn tekur við KR hefur staðfest að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé tekinn við þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 16:33
Besta upphitunin: „Auðvitað fylgir maður alltaf börnunum“ Helena Ólafsdóttir er mætt aftur og Mist Rúnarsdóttir sest í sérfræðingasætið. Þær hituðu vel upp fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna með góðum gestum, mæðgunum Kristínu Dís Árnadóttur og Kristínu Önnu Arnþórsdóttur. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 15:51
„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 13:30
Gylfi fór illa með gamla félagið sitt síðast Valur og Breiðablik mætast í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 12:30
„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 12:08
Damir áfram í Kópavoginum Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik út næstu leiktíð. Fyrri samningur gilti þar til í haust. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 11:40
Pottur víða brotinn og börnin borgi brúsann Gervigras KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt og hefur verið lokað vegna slysahættu aðeins einu og hálfu ári eftir lagningu nýs grass. Formaður félagsins gagnrýnir vinnubrögð verktaka og viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 09:10
Fjölnir naumlega á toppnum og Þróttur nálgast umspil Fjölnismenn halda enn toppsæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins, nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 21:21