Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framandi framtíðarstörf

Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn ætti að fá nýtt markmið

Í síðustu viku gagnrýndi ég harðlega þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti þar sem ég tel að það muni aðeins bæta olíu á eldinn í því sem gæti vel reynst vera ósjálfbær "bóla“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjarninn og hismið

Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salan á 69% í Ölgerðinni í höfn

Gengið var endanlega frá sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni þann 27. apríl síðastliðinn. Ný stjórn fyrirtækisins var kjörin sama dag og tóku fulltrúar framtakssjóðanna Akurs fjárfestinga og Horns III þá sæti í stjórninni.

Viðskipti innlent