Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Umfjöllun: Ítalía - Ísland 95-87 | Ítalir númeri of stórir á heimavelli

Ítalía lagði Ísland 95-87 í Bologna á Ítalíu fyrr í kvöld í fjórðu umferð undankeppni HM í körfubolta. Íslendingar byrjuðu mjög vel og náðu að nýta styrkleika sína mjög vel og voru með forskotið þegar einn leikhluti var búinn. Ítalir náðu þó vopnum sínum, sigu fram úr í öðrum leikhluta og sigldu síðan sigrinum heim í seinni hálfleik. 

Körfubolti
Fréttamynd

Irving sá um Bucks

Það voru sex leikir í NBA deildinni í nótt en það var mikið skorað í flestum leikjum næturnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu gegn Brooklyn Nets þökk sé stórleik hins umdeilda Kyrie Irving.

Körfubolti
Fréttamynd

Leik Hollands og Rússlands frestað

Ísland mætir Ítalíu í kvöld í Bologna í H-riðli undankeppni HM í körfubolta. Á sama tíma átti að fara fram leikur Hollands og Rússlands í sama riðli en þeim leik hefur nú verið frestað.

Körfubolti
Fréttamynd

Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna

Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli.

Körfubolti
Fréttamynd

„Held að við höfum verið mjög pirrandi“

„Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023.

Körfubolti