Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Gul súpa fyrir gula við­vörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Matur
Fréttamynd

TikTok-takkó sem slær öllu við

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Silkimjúkar súpur sem veita hlýju

Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. 

Matur
Fréttamynd

Elías í gamla starf dóms­mála­ráð­herra

Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 

Lífið
Fréttamynd

Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki

Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Drykkjar­vörur og konfekt hækka mest

Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni.

Neytendur
Fréttamynd

Byggði Eiffelturninn úr pipar­kökum og ætlar sér meira

Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar.

Jól
Fréttamynd

Kenna Sorpu um hærra matar­verð

Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. 

Innlent
Fréttamynd

McDonald's kynnir systur­keðju

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðjudagstilboðið heldur á­fram að hækka í verði

Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári.

Neytendur
Fréttamynd

Héra­stubbur bakari bauð upp á fimm­tán sortir fyrsta daginn

Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Ballið búið hjá Taco Bell

Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði.

Viðskipti innlent